Samhjálp heimsækir Vernd

Á mynd. Þráinn Farestveit, Valdimar Þór Svavarsson, Rósa Gunnlaugsdóttir – Gjaldkeri, Anna María McCrann - Verkefnastjóri fjáröflunar, Rósý Sigþórsdóttir - Verkefnastjóri Kaffistofu, Helga Lind Pálsdóttir - Forstöðumaður Hlaðgerðarkots

 

Starfsfólk Samhjálpar heimsótti Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri tók á móti gestum og fór yfir hlutverk og tilgang Verndar og mikilvægi samtakanna. Samstarf Verndar og Samhjálpar hefur verið einstakt og farsælt í áratugi. Starfsendurhæfing er lykill að farsælli endurkomu skjólstæðinga Verndar.

 

Samhjálp hefur verið stór þáttur í þessari aðlögun og aðstoð við skjólstæðinga Verndar í formi starfsendurhæfingar sem hefur reynst einstaklega vel en þar leikur kaffistofa Samhjálpar lykil hlutverki. Kaffistofa Samhjálpar sem er í Borgartúni 1a hefur tekið á móti skjólstæðingum Verndar með opnum örmum til starfsendurhæfingar en þar starfa skjólstæðingar Verndar frá 09.00 til 14.00 alla virka daga. Þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu. Þangað leita einstaklingar sem eru vegalausir, fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Flestir sem þangað koma búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður.

 

Þá er mjög gott samstarf á milli Hlaðgerðakots og Verndar sem rekið er af Samhjálp. Oft fara einstaklingar í meðferð áður en þeir koma á Vernd en einnig hafa einstaklingar farið í meðferð á meðan á dvöl stendur á Vernd. Hlaðgerðarkot sem er í Mosfellsdal er elsta starfandi meðferðarstofnun landsins. Í Hlaðgerðarkoti er unnið með einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða. Í Hlaðgerðarkoti starfar þverfaglegt teymi, lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og áfengis- og fíkniráðgjafa. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðslu um úrræði Verndar einnig að bæta og gera frekara samstarf mögulegt.

Starfsemi Verndar

Sú þjónusta sem Vernd veitir er nauðsynleg og er mjög sérhæfð, þjónustan sem Vernd veitir er ekki veitt annars staðar. Gott samstarf er við aðrar stofnanir í velferðarþjónustu eins og Landspítala, heilsugæslu, barnaverndarnefndir, Barnaverndarstofu, SÁÁ, Tryggingastofnun, vinnumálastofnun, Hlaðgerðarkot, Geðheilsuteymi fangelsanna og fangelsismálastofnun. Þá eru samskipti Verndar við sveitafélög, nefndir og velferðarsvið þeirra í flestum tilfellum mjög góð en sveitafélögin eru nú 69.

Verndar hef nú starfað að málefnum dómþola í 60 ár og hefur Vernd það í stefnu sinni að bæta félagslega hæfni þeirra og bæta viðhorf almennings og yfirvalda til þeirra sem dæmdir eru. Ætla má að fjöldi þeirra sem búið hafi á Vernd séu hátt í fimm þúsund á þessum tíma.

Vernd hefur á skipa meðferðar og endurhæfingastefnu þar sem dómþolum stendur til boða að taka út hluta óskilorðsbundinna dóma í fullnustu utan fangelsa í allt að 16 mánuði. Vernd hefur verið brautryðjandi hvað þetta varðar og hefur samstarf Verndar og fangelsismálastofnunnar verið farsælt. Vernd er alltaf að leita nýrra leiða til að styrkja félagslega og samfélagslega hæfni þeirra sem þar dvelja á hverjum tíma.

Vernd hefur staðið vörð um velferð fólks í þessari stöðu í rúm 60 ár og reynt að milda viðhorf almennings til málaflokksins. Vernd hefur staðið vörð um nauðsyn þess að dómþolar sem ekki sitja í fangelsum fái eðlilegan og óhindraðan aðgang að réttindum svo sem heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu sveitafélaganna, Tryggingastofnunnar og lögfræðiaðstoð. Vernd hefur stutt við bakið þessum hóp, sem stendur mjög höllum fæti og er á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar hann sækist eftir þjónustu Verndar. Vernd telur að þjónustuna þurfi að verja þar sem það liggur fyrir að mikil þörf verður fyrir þessa þjónustu í kjölfar ríkjandi heimsfaraldurs.

  • Stuðningur við aðstandendur áður en til fullnustu kemur.

Skrifstofa Verndar tekur á móti fjölda símtala á viku þar sem makar, börn og fjölskyldur þeirra leita upplýsinga um væntanlega afplánun skyldmenna og ræða áhyggjur sýnar. Ræða þar um ýmis mál tengdum dómþola og leita leiða til að hjálp þeim dæmda þegar og ef að afplánun kemur. Áhyggjur er margskonar, kostnaður og fordæming samfélagsins. Spurningar um þau áhrif sem dómur mun hafa á börn þeirra og með hvaða hætti er hægt að milda slík áhrif. Vernd reynir eftir bestu getu að leiðbeina þeim sem til Verndar leita eins og kostur er. Oft tengist þó samtalið því að fjölskyldur vita af starfsemi Verndar og því góða orðspori sem af starfseminni fer og vilja vita hversu langur tími líður frá því að afplánun hefst þangað til viðkomandi kemst á Vernd. Einnig er leitað eftir upplýsingum er varða stuðning fyrir fjölskyldurnar og í hvaða formi þær gætu verið. Vernd býr yfir yfirgripsmikilli reynslu á þessu sviði og getur í flestum tilfellum leiðbeint einstaklingum í réttan farveg. Stundum eru samtölin aðeins spjall og leit eftir stuðningi, áhyggjur af börnum sínum og veitir Vernd öllum sem til þeirra leita eins góðan stuðning og mögulegt er. Stuðningur við þennan hóp er ekki síður mikilvægur og sá stuðningur sem Vernd veitir dómþolum í þessu ferli.

  • Félagslegur stuðningur við dómþola fyrir afplánun

Dómþolar leita mikið til Verndar áður en til afplánunnar kemur. Ætla má að 30 símtöl á mánuði berist Vernd þar sem dómþolar leita ráða vegna dóma sem þeir hafa hlotið og hvaða leiðir séu færar. Dómþolar leita oft eftir svörum sambærilegum þeim sem aðstandendur leita eftir sem snúa að réttindum þeirra og mögulegum leiðum til að milda áhrif refsinga. Það er þó áberandi hversu þungt dómar leggast á þessa einstaklinga og eru mjög margir þeirra með miklar áhyggjur af fjölskyldu og þá sérstaklega ef börn eru annars vegar. Fullnusta dóma í fangelsi hefur gríðaleg áhrif á andlega hlið þeirra og sýna tölur sem Vernd hefur að hátt í 22 % þeirra sem eru á leið í fangelsi íhuga sjálfsvíg í tengslum við upphaf fangelsisvistunnar.

Vernd er þó í þeirri stöðu að geta veitt þeim smá ljós við endann á þessum átakanlega ferli að upplýsa þá um þá samfellu sem fer í gang við inntöku í fangelsi þar sem háttsemi á afplánunartíma getur haft jákvæð áhrif á fullnustu þar sem góð hegðun hefur áhrif færslur frá lokuðu fangelsi yfir opið fangelsi, Vernd og rafrænt eftirlit fari menn eftir reglum. Félagslegleg og fjölskyldu staða getur verið æði misjöfn og getur stundum verið mjög flókið að aðstoða einstaklinga og finna leiðir sem eru færar til þess að menn geti skilið við fjölskyldur og vini í langa tíma. Rúmlega helmingur þeirra sem dvelja á Vernd eru foreldrar 54,5%.

Fangaverk í krafti Auðar

 

 

Vef­versl­un Fanga­verks opnaði í dag en þar get­ur fólk verslað ým­is­kon­ar vör­ur sem hand­gerðar eru af þeim sem sitja inni í fang­els­um lands­ins. „Þetta er nátt­úr­lega bara stór sig­ur, loks­ins,“ sagði Auður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri í fang­els­inu á Hólms­heiði, í sam­tali við mbl.is í dag.

Blóma­pott­ar, penn­astand­ar, kerta­stjak­ar og skál­ar eru meðal þess sem hægt er að versla í vef­versl­un Fanga­verks en áður fór sal­an fram á sam­fé­lags­miðlum. Auður seg­ir að það hafi verið mik­il­vægt að koma vef­versl­un­inni í loftið til að ein­falda sölu­ferlið, bæði fyr­ir kaup­end­ur og Fanga­verk. 

Fanga­verk var komið á kopp­inn fyr­ir rúm­lega ári síðan en Auður átti hug­mynd­ina að verk­efn­inu. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári sagði hún að áður en verk­efnið fór af stað hafi verk­efni fyr­ir fanga verið ansi stop­ul.

Nú hef­ur hins veg­ar orðið breyt­ing á og næg verk­efni til að sinna á Hólms­heiði, Litla-Hrauni og í Kvía­bryggju. Hægt er að kynna sér vöru­úr­valið í nýrri vef­versl­un Fanga­verks á Fanga­verk.is.

 

 

Sóttvarnaraðgerðir

 

Í ljósi þeirra sóttvarnaraðgerða sem nú hafa verið settar er gripið til róttækra aðgerða í fangelsunum. Þær geta verið afar íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigandi, en aðgerðirnar eru nauðsynlegar og farið í þær til að tryggja öruggi.

Þær aðgerðir sem snúa að föngum og aðstandendum þeirra eru eftirfarandi:

 

  • Allar heimsóknir til fanga verða stöðvaðar um sinn
  • Lokað verður fyrir dagsleyfi, vinnu og nám utan fangelsa og aðrar ferðir fanga úr fangelsi sem ekki eru nauðsynlegar.
  • Lokað verður fyrir heimsóknir frá öðrum stoðþjónustuaðilum en heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og námsráðgjafa. Við munum reyna að nýta okkur fjarfundabúnað eins og hægt er þegar það á við, t.d. í sambandið við AA starf.

 

 

Afstaða hefur hafið birtingar á hlaðvarpsþáttum félagsins



Í þáttunum verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fangelsum. Við ræðum stefnuna í fangelsismálum á víðan hátt og vörpum ljósi á mörg mál sem hafa verið áberandi í umræðunni og veita innsýn í líf fanga á meðan afplánun stendur og eftir afplánun. Við munum fá marga góða gesti sem starfa í málaflokknum eða hafa tengingu við hann á einn eða annan hátt. Þættirnir verða á léttum nótum en munu taka á þeim málum sem brennur á í samfélaginu á hverjum tíma. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Youtube-síðu Afstöðu, á Spotify og Apple Podcast.  Við vonum að allir njóti þessara þátta en biðjum áhugasama um að senda okkur ábendingar eða uppástungur um umræðuefni þáttanna  eða spurningar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tveir þættir eru þegar komnir inn á síðuna og munu nýir þættir birtast vikulega eða oftar.

Smelltu hérna til að fara á YouTube-síðu Afstöðu.

Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Spotify.

Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Apple Podcast.

...