Sú þjónusta sem Vernd veitir er nauðsynleg og er mjög sérhæfð, þjónustan sem Vernd veitir er ekki veitt annars staðar. Gott samstarf er við aðrar stofnanir í velferðarþjónustu eins og Landspítala, heilsugæslu, barnaverndarnefndir, Barnaverndarstofu, SÁÁ, Tryggingastofnun, vinnumálastofnun, Hlaðgerðarkot, Geðheilsuteymi fangelsanna og fangelsismálastofnun. Þá eru samskipti Verndar við sveitafélög, nefndir og velferðarsvið þeirra í flestum tilfellum mjög góð en sveitafélögin eru nú 69.
Verndar hef nú starfað að málefnum dómþola í 60 ár og hefur Vernd það í stefnu sinni að bæta félagslega hæfni þeirra og bæta viðhorf almennings og yfirvalda til þeirra sem dæmdir eru. Ætla má að fjöldi þeirra sem búið hafi á Vernd séu hátt í fimm þúsund á þessum tíma.
Vernd hefur á skipa meðferðar og endurhæfingastefnu þar sem dómþolum stendur til boða að taka út hluta óskilorðsbundinna dóma í fullnustu utan fangelsa í allt að 16 mánuði. Vernd hefur verið brautryðjandi hvað þetta varðar og hefur samstarf Verndar og fangelsismálastofnunnar verið farsælt. Vernd er alltaf að leita nýrra leiða til að styrkja félagslega og samfélagslega hæfni þeirra sem þar dvelja á hverjum tíma.
Vernd hefur staðið vörð um velferð fólks í þessari stöðu í rúm 60 ár og reynt að milda viðhorf almennings til málaflokksins. Vernd hefur staðið vörð um nauðsyn þess að dómþolar sem ekki sitja í fangelsum fái eðlilegan og óhindraðan aðgang að réttindum svo sem heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu sveitafélaganna, Tryggingastofnunnar og lögfræðiaðstoð. Vernd hefur stutt við bakið þessum hóp, sem stendur mjög höllum fæti og er á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar hann sækist eftir þjónustu Verndar. Vernd telur að þjónustuna þurfi að verja þar sem það liggur fyrir að mikil þörf verður fyrir þessa þjónustu í kjölfar ríkjandi heimsfaraldurs.
- Stuðningur við aðstandendur áður en til fullnustu kemur.
Skrifstofa Verndar tekur á móti fjölda símtala á viku þar sem makar, börn og fjölskyldur þeirra leita upplýsinga um væntanlega afplánun skyldmenna og ræða áhyggjur sýnar. Ræða þar um ýmis mál tengdum dómþola og leita leiða til að hjálp þeim dæmda þegar og ef að afplánun kemur. Áhyggjur er margskonar, kostnaður og fordæming samfélagsins. Spurningar um þau áhrif sem dómur mun hafa á börn þeirra og með hvaða hætti er hægt að milda slík áhrif. Vernd reynir eftir bestu getu að leiðbeina þeim sem til Verndar leita eins og kostur er. Oft tengist þó samtalið því að fjölskyldur vita af starfsemi Verndar og því góða orðspori sem af starfseminni fer og vilja vita hversu langur tími líður frá því að afplánun hefst þangað til viðkomandi kemst á Vernd. Einnig er leitað eftir upplýsingum er varða stuðning fyrir fjölskyldurnar og í hvaða formi þær gætu verið. Vernd býr yfir yfirgripsmikilli reynslu á þessu sviði og getur í flestum tilfellum leiðbeint einstaklingum í réttan farveg. Stundum eru samtölin aðeins spjall og leit eftir stuðningi, áhyggjur af börnum sínum og veitir Vernd öllum sem til þeirra leita eins góðan stuðning og mögulegt er. Stuðningur við þennan hóp er ekki síður mikilvægur og sá stuðningur sem Vernd veitir dómþolum í þessu ferli.
- Félagslegur stuðningur við dómþola fyrir afplánun
Dómþolar leita mikið til Verndar áður en til afplánunnar kemur. Ætla má að 30 símtöl á mánuði berist Vernd þar sem dómþolar leita ráða vegna dóma sem þeir hafa hlotið og hvaða leiðir séu færar. Dómþolar leita oft eftir svörum sambærilegum þeim sem aðstandendur leita eftir sem snúa að réttindum þeirra og mögulegum leiðum til að milda áhrif refsinga. Það er þó áberandi hversu þungt dómar leggast á þessa einstaklinga og eru mjög margir þeirra með miklar áhyggjur af fjölskyldu og þá sérstaklega ef börn eru annars vegar. Fullnusta dóma í fangelsi hefur gríðaleg áhrif á andlega hlið þeirra og sýna tölur sem Vernd hefur að hátt í 22 % þeirra sem eru á leið í fangelsi íhuga sjálfsvíg í tengslum við upphaf fangelsisvistunnar.
Vernd er þó í þeirri stöðu að geta veitt þeim smá ljós við endann á þessum átakanlega ferli að upplýsa þá um þá samfellu sem fer í gang við inntöku í fangelsi þar sem háttsemi á afplánunartíma getur haft jákvæð áhrif á fullnustu þar sem góð hegðun hefur áhrif færslur frá lokuðu fangelsi yfir opið fangelsi, Vernd og rafrænt eftirlit fari menn eftir reglum. Félagslegleg og fjölskyldu staða getur verið æði misjöfn og getur stundum verið mjög flókið að aðstoða einstaklinga og finna leiðir sem eru færar til þess að menn geti skilið við fjölskyldur og vini í langa tíma. Rúmlega helmingur þeirra sem dvelja á Vernd eru foreldrar 54,5%.