Fangaverk í krafti Auðar

 

 

Vef­versl­un Fanga­verks opnaði í dag en þar get­ur fólk verslað ým­is­kon­ar vör­ur sem hand­gerðar eru af þeim sem sitja inni í fang­els­um lands­ins. „Þetta er nátt­úr­lega bara stór sig­ur, loks­ins,“ sagði Auður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri í fang­els­inu á Hólms­heiði, í sam­tali við mbl.is í dag.

Blóma­pott­ar, penn­astand­ar, kerta­stjak­ar og skál­ar eru meðal þess sem hægt er að versla í vef­versl­un Fanga­verks en áður fór sal­an fram á sam­fé­lags­miðlum. Auður seg­ir að það hafi verið mik­il­vægt að koma vef­versl­un­inni í loftið til að ein­falda sölu­ferlið, bæði fyr­ir kaup­end­ur og Fanga­verk. 

Fanga­verk var komið á kopp­inn fyr­ir rúm­lega ári síðan en Auður átti hug­mynd­ina að verk­efn­inu. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári sagði hún að áður en verk­efnið fór af stað hafi verk­efni fyr­ir fanga verið ansi stop­ul.

Nú hef­ur hins veg­ar orðið breyt­ing á og næg verk­efni til að sinna á Hólms­heiði, Litla-Hrauni og í Kvía­bryggju. Hægt er að kynna sér vöru­úr­valið í nýrri vef­versl­un Fanga­verks á Fanga­verk.is.

 

 

Sóttvarnaraðgerðir

 

Í ljósi þeirra sóttvarnaraðgerða sem nú hafa verið settar er gripið til róttækra aðgerða í fangelsunum. Þær geta verið afar íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigandi, en aðgerðirnar eru nauðsynlegar og farið í þær til að tryggja öruggi.

Þær aðgerðir sem snúa að föngum og aðstandendum þeirra eru eftirfarandi:

 

  • Allar heimsóknir til fanga verða stöðvaðar um sinn
  • Lokað verður fyrir dagsleyfi, vinnu og nám utan fangelsa og aðrar ferðir fanga úr fangelsi sem ekki eru nauðsynlegar.
  • Lokað verður fyrir heimsóknir frá öðrum stoðþjónustuaðilum en heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og námsráðgjafa. Við munum reyna að nýta okkur fjarfundabúnað eins og hægt er þegar það á við, t.d. í sambandið við AA starf.

 

 

Afstaða hefur hafið birtingar á hlaðvarpsþáttum félagsins



Í þáttunum verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fangelsum. Við ræðum stefnuna í fangelsismálum á víðan hátt og vörpum ljósi á mörg mál sem hafa verið áberandi í umræðunni og veita innsýn í líf fanga á meðan afplánun stendur og eftir afplánun. Við munum fá marga góða gesti sem starfa í málaflokknum eða hafa tengingu við hann á einn eða annan hátt. Þættirnir verða á léttum nótum en munu taka á þeim málum sem brennur á í samfélaginu á hverjum tíma. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Youtube-síðu Afstöðu, á Spotify og Apple Podcast.  Við vonum að allir njóti þessara þátta en biðjum áhugasama um að senda okkur ábendingar eða uppástungur um umræðuefni þáttanna  eða spurningar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tveir þættir eru þegar komnir inn á síðuna og munu nýir þættir birtast vikulega eða oftar.

Smelltu hérna til að fara á YouTube-síðu Afstöðu.

Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Spotify.

Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Apple Podcast.

...

 

Rekstur fangelsanna komin í fullan gang



Rekstur fangelsiskerfisins er nú kominn í fullan gang eftir áskoranir og vandræði vegna Covid-19 faraldursins. Fangelsin eru komin í nánast fulla nýtingu og hafa aldrei fleiri afplánað fangelsisrefsingu með samfélagsþjónustu en í dag eða 210 einstaklingar. Þegar höft voru hvað mest var nauðsynlegt að skipta stærri fangelsum upp í sóttvarnarhólf sem dró verulega úr nýtingarmöguleikum auk þess sem nánast allir vinnustaðir í samfélagsþjónustu lokuðu eða drógu verulega úr starfsemi. Allt hefur þetta gengið vel og er ástæða til að hrósa starfsfólki, skjólstæðingum og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að reka fullnustukerfið á erfiðum tímum, allt án þess að smit bærist í einstakar einingar kerfisins.
Framundan er að létta enn frekar á höftum sem enn eru til staðar en miðað við litla útbreiðslu veirunnar á landinu er líklegt að á næstunni geti allt fullnustukerfið starfað nánast eins og í venjulegu árferði. Þó er nauðsynlegt að allir haldi vöku sinni og sinni persónubundnum sóttvörnum eins og gert hefur verið með góðum árangri til þessa.

Geðheilbrigðisteymi fangelsanna

vernd2

Elsa Bára Traustadóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Arndís Vilhjálmsdóttir, Helena Bragadóttir, Þráinn Farestveit

Geðheilbrygðisteymi fangelsana heimsækir Vernd

 

Geðheilbrigðisteymi fangelsanna heimsótti Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri og Bjarni Einarsson forstöðumaður tóku á móti gestum og fóru yfir hlutverk og tilgang þessa fullnustuúrræðis, sem er mikilvægur liður í aðlögun dómþola að samfélaginu á ný. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðslu um úrræði Verndar einnig að gera frekara samstarf mögulegt. Þá var rætt um samfellu fullnustunnar og hvernig koma megi í veg fyrir að tappar myndist í færslum á milli úrræða sem í boði eru. Þá voru starfsmenn Verndar upplýstir um meginn tilgang geðheilbrigðisteymis og markmið. Þá voru fulltrúar Fangelsismálastofninnar einnig á fundinum Brynja Rós Bjarnadóttir, Dögg Hilmarsdóttir og Henríetta Ósk Gunnarsdóttir. Þá var heimili Verndar skoðað.

 

Geð­heilsu­teymi fang­elsa hefur starfað í eitt ár sem stendur og er verkefni sem mun standa í eitt ár til viðbótar reynslu og  er á veg­um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem býð­ur föng­um upp á með­ferð við geð­heil­brigð­is­vanda svo sem ADHD. Með­ferð­in sem boðið er upp á er  fjöl­þætt, boð­ið upp á sam­tals­með­ferð­ir og lyf ef þarf. ADHD-lyf­ hafa í langan tíma verið bönnuð í fangelsum en talið er að draga megi úr endurkomum í fangelsi með notkun þeirra.

Eftir að Alþjóðapyntinganefndin gerði úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum á Íslandi var ljóst að geðheilbrigðisþjónustu var verulega ábótavant. Í framhaldinu var farið í hugmyndavinnu og geðheilsuteymi fangelsanna sett á stofn á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem veita þjónustu í öllum fjórum fangelsunum; Hólmsheiði, Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju.