Afplánun hjá Félagasamtökunum Vernd

 
Samkvæmt 24. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 segir að Fangelsismálastofnun geti leyft fanga að ljúka afplánun utan fangelsis enda stundi hann vinnu eða nám sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt, búi á sérstakri stofnun eða heimili þar sem hann er undir eftirliti og vinnan eða námið er liður í aðlögun hans að samfélaginu á ný.
Fangelsismálastofnun setur nánari reglur um forsendur og skilyrði slíkrar vistunar. Skal fangi samþykkja skriflega skilyrði fyrir vistuninni.
Fangi skal greiða gjöld sem slíkar stofnanir eða heimili innheimta hjá vistmönnum.
Frá árinu 1995 hefur Fangelsismálastofnun vistað fanga á Áfangaheimili Verndar að Laugateigi 19 í Reykjavík samkvæmt samkomulagi við Félagasamtökin Vernd, fangahjálpin. Markmið þessa úrræðis er m.a. það að fanganum gefist kostur á því að aðlagast samfélaginu smám saman síðustu mánuði refsivistarinnar. Fangelsismálastofnun metur hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til afplánunar á áfangaheimilinu. Það er forsenda fyrir því að fangi fái að afplána á áfangaheimilinu að hann samþykki þau skilyrði sem gilda um vistun þar og undirriti samning þar um.
Telji Fangelsismálastofnun umsækjanda ekki uppfylla skilyrði til vistunar þar er sú ákvörðun kæranleg til innanríkisráðuneytisins.Auk samþykkis Fangelsismálastofnunar er afplánun á áfangaheimilinu háð því skilyrði að húsnefnd Verndar samþykki umsóknina. Telji húsnefnd umsækjanda ekki hæfan til afplánunar á áfangaheimilinu er sú ákvörðun endanleg.
Rjúfi fangi þau skilyrði sem honum eru sett fyrir vistun utan fangelsis getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann verði fluttur aftur í afplánun í fangelsi. Sama gildir telji stofnun eða heimili brostnar forsendur fyrir áframhaldandi dvöl fanga þar.
Um vistun þessa gilda reglur um afplánun á Áfangaheimili Verndar sem tóku gildi 11. september 2009. Í reglunum kemur fram að fangi sem afplánar refsivist á áfangaheimilinu skuli fylgja húsreglum Verndar.
 
Fjöldi þeirra sem vistaðir eru á Vernd árin 1995 - 2010:

´95

´96

´97

´98

´99

´00

´01

´02

´03

´04

´05

´06

´07

´08

´09

´10

Til 7/11´11

31

60

43

42

47

37

43

43

68

68

73

77

51

54

56

52

 53



 
Þar af fjöldi þeirra sem rjúfa:

´95

´96

´97

´98

´99

´00

´01

´02

´03

´04

´05

´06 ´07

´08

´09

 ´10

Til 7/11´11

3

5

5

8

14

4

6

7

6

7

10

10

6

7

8

 4

 5


Sjá meðaltalsfjölda fanga á Vernd 1996-2010
.