Alþjóða Sam-Frímúrarahreyfingin á Íslandi gaf fangahjálpinni Vernd á dögunum hálfa milljón króna. Stjórn Verndar þakkar þessa gjöf og mun ákveða hvernig henni verður varið til að efla starfsemi fangahjálparinnar. Alþjóða Sam-Frímúrarahreyfingin barst til Íslands árið 1921 og er mannræktarfélag sem byggir á ýmsum siðum og táknfræði. Hreyfingin heimilar bæði konum og körlum þátttöku og leggur ríka áherslu á jafnrétti. Öllum er heimilt að gerast félagar án tillits til litarháttar, kynþátta eða trúarskoðana. Nánar er hægt að lesa um Alþjóða Sam-Frímúrarahreyfinguna á Íslandi á heimasíðu reglunnar: http://www.samfrim.is