FANGELSISMÁL Sérsveit fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á Selfossi héldu sameiginlega verklega æfingu fyrir helgi. FANGELSISMÁL Sérsveit fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans á Selfossi héldu sameiginlega verklega æfingu fyrir helgi. "Æfingin gekk mjög vel en sett voru á svið tilvik sem komið geta upp í fangelsum þar sem nauðsynlegt er að grípa inn í atburðarás og tryggja öryggi starfsmanna fangelsa og fanga," segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann bætir við að sérsveitin hafi þessa vikuna verið við sérstakar æfingar en ákveðið hafi verið fyrir nokkru að efla hana og gera æfingar markvissari. "Við erum mjög ánægðir með samstarfið við lögreglustjórann á Selfossi en samstarf fangelsisyfirvalda og þess embættis hefur verið aukið að undanförnu, meðal annars í fíkniefnamálefnum," útskýrir forstjóri Fangelsismálastofnunar. "Samstarf Fangelsismálastofnunar við lögreglu er mjög mikilvægt og leggjum við áherslu á að auka það á öllum sviðum."
"Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að menn geta haft meiri kraft til að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis til dæmis í fangelsinu," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi.- jss
frétt. fréttablaðið