Áfangaheimili

Húsnefnd

1958 Heldur Þóra Einarsdóttir erindi á fundi Kvenréttindafélags Íslands og segir frá námi sínu í Danmörku. Hún hafði stundað nám í Kofoed-skólanum í Kaupmannahöfn en hann var líknarstofnun sem lagði sig fram um að hjálpa útigangsfólki og þeim er minna máttu sín. Þóra hafði líka kynnst dönskum samtökum sem aðstoðu fanga og fjölskyldur þeirra. Þessi danska fangahjálp bar nafnið Det danske forsorgsselskab. Fanghjálpin danska vann í nánum tengslum við yfirvöld og einstaklinga en voru frjáls félagasamtök. Ákveðið að undirbúa stofnun íslenskrar fangahjálpar og skyldi hún kölluð Vernd.

  • 1959 Stofnfundur Verndar var haldinn í Melaskóla hinn 6. apríl. Kosin var bráðabirgðastjórn og í henni sátu sr. Bragi Friðriksson, Þóra Einarsdóttir, Lára Sigurbjörnsdóttir, Rannvegi Þorsteinsdóttir og Benedikt S. Bjarklind. Þetta ár var haldinn framhaldsstofnfundur 19. október. Samtökin teljast vera stofnuð á þessum degi. Stjórn var kjörin: Þóra Einarsdóttir, sr. Bragi Friðriksson, varaformaður, Lára Sigurbjörnsdóttir, ritari og Benedikt S. Bjarklind, gjaldkeri. – Kvenfélög landsins voru öflugur bakhjarl sem samtökin Vernd áttu frá upphafi.
  • Jólanefnd Verndar hóf störf þetta ár og fyrsti formaður hennar var Sigríður J. Magnússon. Um 30 gestir komu á fyrsta jólafagnað Verndar.
  • 1960 Félagasamtökin Vernd taka formlega til starfa 1. febrúar og hefur sú hefð skapast að miða afmæli samtakanna við þennan dag og þetta ár. Lög Verndar voru sniðin eftir lögum sambærilegra samtaka á Norðurlöndunum. Í lögum samtakanna sagði m.a. að þau skyldu aðstoða hvern þann, sem tekið hefði út refsingu eftir dómi. Honum skyldi hjálpað yfir byrjunarörðugleikana svo hann gæti aftur unnið traust samfélagsins. Þá skyldi reynt að útvega honum húsnæði og vinnu. Einnig höfðu samtökin það markmið að ráðinn skyldi sálfræðingur til að veita skjólstæðingum samtakanna aðstoð. Markmið samtakanna var jafnframt að hafa áhrif á almenningsálitið föngum og aðstandendum þeirra til hagsbóta; efla og auka skilning á högum þeirra.

Þetta ár bættist líka Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögfræðingur, í lið Verndar.

 

  • Kristján Hannesson læknir tekur að sér skjólstæðinga Verndar sem ekki hafa fastan heimilislækni – margir þeirra höfðu glatað sjúkrasamlagsréttindum sínum og höfðu því ekki heimilislækni.
  • Samtökin opna skrifstofu í Aðalstræti 18 (Uppsalahúsið) 1. febrúar. Framkvæmdastjóri var ráðinn hálfan daginn og var það Axel Kvaran. Heimsótti hann fangelsin, ræddi við fanga, tók á móti fyrrverandi föngum og aðstoðaði þá á allan máta. Þóra Einarsdóttir vann á skrifstofunni frá upphafi. Þetta ár hóf líka ársrit samtakanna göngu sína og er það forveri Verndarblaðsins.
  • Áfangaheimili Verndar á Stýrimannastíg 9, Reykjavík, tekur til starfa hinn 1. nóvember. Borgarstjórn Reykjavíkur greiddi húsaleiguna og allt innbúið var gefið af fólki sem bar góðan hug til Verndar. Áfangaheimilið veitti útigangsmönnum húsaskjól og öðrum þeim er bjuggu við bág kjör.
  • Kristjana Hjörleifsdóttir var ráðskona. Þrír stúdentar úr Háskóla Íslands tóku að sér húsvörslu.
  • Nokkur spilakvöld voru haldin að Stýrimannastíg og kvikmyndir sýnar.
  • Fataúthlutun tengdist starfi Verndar frá upphafi.
  • Skrifstofa Verndar flytur líka 1. nóvember að Stýrimannastíg 9.
  • Um 70 gestir komu á jólafagnað Verndar þetta árið.
  • 1961 Frá 1. júlí og til 30. júní 1962 dvöldu um 80 menn í mismunandi langan tíma á heimili Verndar á Stýrimannastíg 9.
  • Jólafagnaður Verndar var haldinn í þriðja sinn þetta ár í Góðtemplarahúsinu. Húsið var opnað kl. 15 en þá tóku gestir að streyma til að snyrta sig og hafa fataskipti því öllum sem vildu var boðinn nærfatnaður og ytri klæði eftir þörfum.
  • Það var sest að borðhaldi kl. 18 eftir að sr. Bargi Friðriksson flutti hugvekju og jólasálmar voru sungnir. Síðan tóku menn til matar síns en þetta var á matseðlinum: Spergilsúpa, hangikjöt með grænum baunum og kartöflujafningi og ís. Godrykkir, ávextir, sælgæti og sígarettur fengu allir eftir vild. - Ævar Kvaran las sögu meðan matast var.
  • 1962 Skúli Þórðarson ráðinn framkvæmdastjóri Verndar.

  • 1963 Ráðinn skrifstofumaður, Kristján Friðbergsson, á skrifstofu samtakanna. Starfaði hann til ársins 1964 en þá hóf hann rekstur á barnaheimili fyrir munaðarlaus börn í Kumbaravogi.

Þetta ár eru 85 félög í Vernd og um 500 félagsmenn.

  • Skrifstofa Verndar hafði afskipti af 193 einstaklingum, 38 komu úr fangelsum, 81 fyrrverandi fangar, og af öðrum (einkum drykkjumönnum) 71
  • Þetta ár var fjöldanáðun vegna Skálholtshátíðar og losnuðu af Litla-Hrauni 17 menn og allir komu þeir til Verndar og leituðu aðstoðar.
  • 1964 Vernd missir húsnæðið á Stýrimannastíg 9 en þar var vistheimilið fyrir skjólstæðingana. Samtökin tóku á leigu tvö skrifstofuherbergi á Smiðjustíg 7
  • 1965 Nú eru 114 félög innan Verndar og um 600 félagsmenn.
  • ? Áfangaheimili Verndar flyst í Grjótagötu 14a og 14b.
  • 1967 Frú Hanna Johannessen tekur formannsstarfi jólanefndar Verndar. Jólanefndin undirbýr jólafagnað samtakanna og hefur það verið hin síðari ár í samvinnu við Hjálparæðisherinn. Skjólstæðingar Verndar sækja jólafagnaðinn og eins sér jólanefndin um útvegun jólagjafa handa föngum og pakkar þeim inn. Séra Árelíus Níelsson, flutti jólahugvekju á jólafagnaði Verndar fyrstu árin en hann var alla tíð dyggur liðsmaður samtakanna.
  • 1970 Séra Jón Bjarman var ráðinn til starfa hjá Vernd en hann hafði verið æskulýðs-
  • fulltrúi þjóðkirkjunnar. Ári síðar var hann skipaður í embætti fangaprests þjóðkirkjunnar.
  • 1973 Vernd tekur formlega að sér eftirlit með afbrotamönnum utan fangelsa.
  • 1974 Skrifstofa Verndar flyst í Gimli í Lækjargötu.
  • Þetta ár var Skilorðseftirlit ríkisins stofnað og var einnig með aðsetur í Gimli. Axel Kvaran var ráðinn forstöðumaður Skilorðseftirlits ríkisins en hann var dyggur liðsmaður Verndar. Fangaprestur þjóðkirkjunnar hafði einnig aðsetur í Gimli.
  • Þetta ár er Vernd sagt upp húsnæðinu sem samtökin höfðu í Grjótagötu 14b en þangað komu heimilislausa menn frá Litla-Hrauni. Það var þó sárabót að Vernd fékk tvö herbergi í Grjótagötu 9 og þar var komið upp aðstöðu til fataúthlutunar. Einnig var það ánægjuefni að í Grjótagötu 14b var komið upp heimili fyrir vegalausar konur en Vernd hafði einnig haft mikil afskipti af þeim.
  • 1975 Vernd eignast eigið húsnæði fyrir áfangaheimili að Ránargötu 10, kjallara og miðhæð. Húsið gat hýst 7 menn. Fataúthlutunin var í bakhúsi.
  • 1980 Frú Þóra Einarsdóttir, kosin heiðursformaður Verndar. Hilmar Helgason kjörinn formaður Verndar.
  • 1981 Hús Verndar við Skólavörðustíg 13a tekið í notkun en húsið var leigt og rúmaði það 10 menn. Um tíma voru tvö áfangaheimili á vegum Verndar, á Ránargötu og við Skólavörðustíg.
  • 1982 Jóna Gróa Sigurðardóttir kjörinn formaður Verndar og tekur við sem framkvæmdastjóri.

Björn Einarsson ráðinn félagsmálafulltrúi Verndar og dómsmálaráðuneytis.

 

  • 1984 Vernd sagt upp húsnæðinu á Skólavörðustíg 13a. Skrifstofa Verndar flyst í Skipholt 37.
  • 1985 Vernd eignast glæsilegt áfangahús að Laugateig 19 í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum, kjallari og ris – alls um 550m2. Stjórn ákvað á fundi sínum 5. júlí að kaupa húsið. Þann 3. nóvember fluttu fyrstu mennirnir af Ránargötu 10 inn á Laugateig. Fullbúið munu 18 menn geta búið í húsinu.
  • 1989 Frú Jóna Gróa Sigurðardóttir kjörin heiðursformaður Verndar. Birgir Þ. Kjartansson, kjörinn formaður og ráðinn framkvæmdastjóri Verndar.
  • 1994 Vilhjálmur Grímsson kjörinn formaður og ráðinn framkvæmdastjóri Verndar.
  • Þjónustusamningur gerður milli Fangelsismálastofnunar ríkisins og Verndar um vistun afplánunarfanga í áfangaheimili á Laugateig 19, undirritaður 6. desember.
  • 1996 Skrifstofa Verndar flytur úr Skipholti 37 og að Skúlatúni 6

  • 1998 Samkomulag undirritað milli Félagsþjónustunnar í Reykjavík, Fangelsismálatofnunar ríkisins og fangahjálparinnar Verndar um kynningu meðal fanga og starfsmanna fangelsiskerfisins á þeirri aðstoð og þeim úrræðum sem Félagsþjónustan hefur fram að færa.
  • 1999 Hátt á annað hundrað gestir komu á jólafagnað Verndar og Hjálpræðishersins. Þetta var fertugasti jólafagnaður Verndar.
  • 2000 Þráinn Bj. Farestveit kjörinn formaður og starfar sem framkvæmdastjóri Verndar.
  • 2001 Hreinn S. Hákonarson kjörinn formaður Verndar og Þráinn Bj. Farestveit ráðinn framkvæmdastjóri Verndar
  • Þessir hafa verið formenn fangahjálparinnar Verndar frá upphafi:

 

Þóra Einarsdóttir, 1959-1980

Hilmar Helgason, 1980-1982

Jóna Gróa Sigurðardóttir 1982-1989

Birgir Þ. Kjartansson, 1989-1994

Vilhjálmur Grímsson, 1994-2000

Þráinn Bj. Farestveit 2000-2001

Hreinn S. Hákonarson 2001-2012

Elsa Dóra Grétarsdóttir 2012-

Þessir hafa verið framkvæmdastjórar Verndar frá upphafi:

Axel Kvaran 1960-1962

Skúli Þórðarson, 1962-1964

Séra Bragi Firðriksson og Pétur Jónsson 1964 (október-áramóta)

Páll Gröndal, 1965-1967

Séra Brynjólfur Gíslason, 1967-1969,

Davíð Þjóðleifsson, 1969-1979,

Guðmundur Jóhannesson 1979-1982

Jóna Gróa Sigurðardóttir, 1982-1989

Birgir Þ. Kjartanssson, 1989-1994

Vilhjálmur Grímsson, 1994-2000

Þráinn Bj. Farestveit, 2000-

* Aths. Þeir sem hafa einhverjar athugasemdir eða leiðréttingar fram að færa varðandi annál þennan eru góðfúslega beðnir um að hafa samband við ritstjórn Verndarblaðsins.

Heimildir:

Af lífi og sál, Þóra Einarsdóttir í Vernd segir frá, Reykavík 1989

Vernd – tímarit – Reykjavík 1961

Vernd – tímarit – Reykjavík 1962

Vernd – tímarit – Reykjavík 1964

Vernd – tímarit – Reykjavík 1976

Vernd – tímarit – Reykjavík 1962

Vernd – tímarit – Reykjavík 1980

Verndarblaðið 2. tbl. 1983

  • - 3. tbl. 1983

· - 3. tbl. 1986

 

Fundargerðarbók Verndar 1985-1995 og til dagsins í dag.

Hreinn S. Hákonarson

1. gr.

Dómþoli, sem afplánar fangelsisrefsingu eða vararefsingu fésektar getur sótt um að afplána hluta hennar á áfangaheimili Verndar, Reykjavík. Að jafnaði skal dvalartími á áfangaheimilinu ekki vera styttri en 3 vikur og skal dómþoli hafa afplánað a.m.k. 1/3 hluta afplánunartímans í fangelsi eða með samfélagsþjónustu áður. Þó er heimilt að leyfa dómþola að fara fyrr þegar svo stendur á sem greinir í 1. mgr. 5. gr. reglna þessara.

Þegar dæmd refsing er eitt ár eða minna getur dvalartími á áfangaheimilinu orðið allt að 3 mánuðir. Þegar dæmd refsing er yfir eitt ár lengist dvöl á áfangaheimilinu um 2,5 daga fyrir hvern dæmdan mánuð og getur orðið 7 mánuðir við 5 ára fangelsisrefsingu. Eftir það lengist dvölin um 5 daga fyrir hvern dæmdan mánuð og getur orðið að hámarki 18 mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára og 6 mánaða fangelsi.

2. gr.

Aðili sem afplánar refsivist á áfangaheimili Verndar skal reglulega stunda vinnu, nám, starfs­­þjálfun eða meðferð sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt og er liður í aðlögun hans að sam­félaginu að nýju. Vinnuveitanda, skólayfirvöldum eða meðferðaraðilum skal gert ljóst að við­kom­andi sé að afplána refsivist og hafi samþykkt að eftirlit verði haft með því að hann stundi vinnu, nám, starfs­þjálfun eða meðferð.

Aðili skal greiða dvalar- og fæðiskostnað til áfangaheimilisins eins og hann er ákveðinn hverju sinni. Sama gildir um greiðslu annars kostnaðar sem hlýst af því að stunda vinnu, nám, starfs­þjálfun eða meðferð s.s. ferðakostnað og námsgögn.

3. gr.

Umsókn um afplánun hluta refsivistar á áfangaheimili Verndar, skal senda til Fangelsismála­stofnunar ríkisins. Í umsókn skal m.a. tilgreina væntanlegan vinnustað eða fyrirhugað nám, starfs­þjálfun eða meðferð. Áður en umsókn er tekin til endanlegrar ákvörðunar skal leggja fram skriflega staðfestingu vinnuveitanda um ráðningu umsækjanda eða sambærilegar upplýsingar um nám, starfs­­þjálfun eða meðferð.

Fangelsismálastofnun metur hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til afplánunar á áfangaheimil­inu. Telji stofnunin umsækjanda ekki uppfylla skilyrði til vistunar þar er sú ákvörðun kæranleg til dómsmálaráðuneytisins. Auk samþykkis Fangelsismálastofnunar er afplánun á áfangaheimilinu háð því skilyrði að húsnefnd Verndar samþykki umsóknina. Telji húsnefnd umsækjanda ekki hæfan til afplánunar á áfangaheimilinu er sú ákvörðun endanleg.

Það er forsenda fyrir því að aðili fái að afplána á áfangaheimilinu að hann samþykki þau skil­yrði sem gilda um vistun þar og undirriti samning þar um.

4. gr.

Skilyrði þess að unnt sé að fallast á afplánun á áfangaheimili Verndar eru:

  1. Að aðili hafi ekki gerst sekur um agabrot í refsivistinni síðustu 3 mánuðina og að hegðun hans hafi að öðru leyti verið til fyrirmyndar.
  2. Strjúki aðili úr gæsluvarðhaldi eða afplánun í fangelsi skulu líða a.m.k. tvö ár þar til hann telst hæfur til dvalar á Vernd.
  3. Að í refsivörslukerfinu sé ekki til meðferðar mál þar sem aðili er kærður fyrir refsiverðan verknað.
  4. Að aðila hafi að jafnaði ekki verið vikið af áfangaheimilinu í núverandi afplánun.
  5. Að aðili teljist hæfur til dvalar á áfangaheimilinu.
  6. Að ekki mælist áfengi í öndunarsýni eða ólögleg ávana- eða fíkniefni greinist í þvagprufu aðila sem hann afhendir áður en til vistunar á áfangaheimilinu kemur.

Víkja má frá skilyrðum a-, b- og c-liðar ef mjög sérstakar ástæður mæla með því, s.s. ungur aldur fanga, mjög smávægileg agabrot í refsivistinni eða ef mál í refsivörslukerfinu hafa dregist óhóf­lega og drátturinn er ekki af völdum fangans. Það sama á við ef líklegt er að mál endi með skilorðs­bundnum dómi eða sekt.

Víkja má frá skilyrðum d-liðar hafi hegðun aðila verið með ágætum í a.m.k. þrjá mánuði eftir komu í fangelsið á ný, hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar og að uppfylltum öllum öðrum skilyrðum 4. gr. fyrir vistun á áfanga­heimilinu.

5. gr.

Miða skal við að aðili hefji dvöl á áfangaheimili Verndar á mánudegi eða fimmtudegi kl. 18.00. Ef hámarkstími á Vernd reiknast vera frá:

Þriðjudegi, skal vistunartími vera frá mánudeginum á undan.
Miðvikudegi, skal vistunartími vera frá mánudeginum á undan. 
Föstudegi, skal vistunartími vera frá fimmtudeginum á undan.
Laugardegi, skal vistunartími vera frá fimmtudeginum á undan.
Sunnudegi, skal vistunartími vera frá fimmtudeginum á undan.

Forsvarsmaður Verndar tekur á móti aðila, kynnir honum húsreglur og vísar til herbergis.

Aðila er óheimil útivist alla daga frá kl. 23.00 – 07.00.

Aðila er óheimilt að fara af landi brott meðan á dvöl á Vernd stendur. Geri hann það verður litið á slíkt sem strok úr afplánun.

Aðili sem afplánar refsivist á áfangaheimilinu skal fylgja öllum almennum húsreglum sem þar gilda auk eftirfarandi reglna:

  1. Aðili skal mæta í hús á kvöldverðartíma mánudaga til föstudaga fyrir kl. 18.00 og dvelja þar til kl. 19.00.
  2. Ef aðili sækir ekki vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð á virkum degi vegna veikinda eða af öðrum ástæðum er honum óheimilt að yfirgefa áfangaheimilið nema í samráði við hús­vörð og þá í skamman tíma.
  3. Aðila er óheimilt að neyta áfengis, ávana- og fíkniefna meðan hann dvelur á áfangaheimil­inu. Jafnframt eru öll lyf óheimil nema þau sem ávísað er af lækni á viðkomandi fanga og samþykkt af Vernd.
  4. Aðila er skylt að hlíta fyrirmælum húsvarðar, framkvæmdastjóra Verndar og/eða Fangelsis­mála­stofnunar.
  5. Aðila er skylt að láta í té öndunar- og/eða þvagsýni vegna áfengis- eða vímuefnaeftirlits þegar þess er óskað.

Heimilt er, þegar sérstaklega stendur á, að setja það sem skilyrði að aðili hafi á sér búnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.

Almenn ákvæði laga um fullnustu refsinga og reglugerða settra samkvæmt þeim gilda um afplánun á áfangaheimili Verndar.

Brot á reglum þessum, húsreglum Verndar svo og kæra fyrir refsiverða hegðun getur leitt til þess að Fangelsismálastofnun ákveði að flytja aðila til áframhaldandi afplánunar í fangelsi.

6. gr.

Reglur þessar eru settar af Fangelsismálastofnun ríkisins og byggjast á heimild í 3. mgr. 31. gr., sbr. 3. mgr. 98. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og gildandi samkomulagi milli stofn­unar­­innar og félagasamtakanna Verndar á hverjum tíma og öðlast þær þegar gildi.

Jafnframt eru felldar úr gildi reglur nr. 331/2018um afplánun á áfangaheimili Verndar.

Fangelsismálastofnun ríkisins, 8. apríl 2021.

Páll E. Winkel.

 

Smelltu hér til að niðurhala pdf skrá.

Fullnusta refsidóma

Samkvæmt 5. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 sér Fangelsismálastofnun um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laganna og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim. Má þar m.a. nefna eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbunda reynslulausn, náðun, frestun afplánunar og samfélagsþjónustu.

1. Áfangaheimilið er rekið fyrir þá sem eru að vinna að því að koma undir sig fótunum í samfélaginu og/eða til þess að koma í veg fyrir að viðkomandi einstaklingur tapi stöðu sinni í þjóðfélaginu. Fækka endurkomum í fangelsi og bæta lífskilyrði og lífskjör þeirra sem búa á Vernd. Staðurinn er heimili, ekki stofnun, þar sem tillitssemi og virðing fyrir öðrum einstaklingum er í fyrirrúmi. Dvöl er háð samþykki húsnefndar.

2. Gerð er krafa um að þeir sem sækja um dvöl á Vernd hafi útvegað sér viðurkennda vinnu fyrir komu á heimilið, séu í viðurkenndri meðferð/virkni eða námi. Leggja þarf fram skriflega staðfestingu fyrir vinnu/starfsendurhæfingu. Ekki er heimilt að taka sér frí úr vinnu eða skóla á meðan á afplánun stendur. Eftirlit er haft með mætingu og ástundun bæði innan og utan heimilis.

3. Allir heimilismenn undirrita skilmála um rafræna vöktun á meðan á dvöl stendur. Þar með talin skráning inn/út úr húsnæði Verndar, myndavélavöktun ásamt Appi / hugbúnaði í farsíma.

4. Móttaka nýrra vistmanna á Vernd er alltaf fyrir kl 18.00 á mánudögum og 18.00 á fimmtudögum. Heimilismenn skulu ætíð vera inni í á Vernd á tímabilinu frá kl. 18 til 19 og frá kl 23 til 07 árdegis mánudaga til föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 23.00 til 07. Brot á útivistarreglum verður tilkynnt samstundis sem strok úr refsivist. Heimsóknir eftir kl 23 eru með öllu óheimilar. Þá skal heimilið komið í ró kl 24.00. Næturgisting gesta er með öllu óheimil. Skylt er að heimilismenn láti alltaf starfsmann vita um komu sína í húsið.

5. .Heimilismönnum er skylt að mæta í viðtöl hjá framkvæmdastjóra, forstöðumanni, áfengisráðgjafa, félagsráðgjafa eða öðrum sem veita ráðgjöf á vegum Verndar sé þess óskað. Einnig er þeim skylt að fara að fyrirmælum húsnefndar er varðar ráðgjöf sé þess óskað.

6. Heimsóknir á heimili Verndar skulu vera takmarkaðar af tillitssemi við heimilismenn. Heimsóknir eru bannaðar frá 23.00 til 17.30. Aðrar heimsóknir þurfa að vera í samráði við forstöðumann.

7. Allir heimilsmenn mæta til húsfundar þegar til hans er boðað sem er vikulega kl. 18.20 sem og aðra húsfundi sem forstöðumaður boðar til og gæta trúnaðar um allt sem þar fer fram.

8. Borðhald hefst kl. 17.45 nema á laugardögum og sunnudögum þá sér hver um sig sem og á lögbundnum frídögum. Heimilismenn ganga vel frá eftir sig í eldhúsi.

9. Sá sem grunaður er um áfengis og eða aðra vímuefnaneyslu, vörslu vímuefna, lyfja / efna sem ekki hefur verið gert grein fyrir ( varsla / geymsla hvers kyns áhalda, búnaðar til neyslu, s.s. sprautur ) er tafarlaust vikið úr húsinu. Sama gildir um annan refsiverðan verknað. Öll lyf og lyfjanotkun skal vera með vitund og í vörslu forstöðumanns/framkvæmdastjóra nema annað sé ákveðið. Öll þríhyrningsmerkt lyf sem ávísuð eru af lækni verða að koma fram á umsókn um dvöl á Vernd og vera samþykkt af húsnefnd og framkvæmdastjóra Verndar. Notkun allra hugbreytandi efna er með öllu óheimil.

Öll lyf skulu vera í formi lyfjaskömmtunar frá lyfjaverslun. Það er ekki heimilt að taka með sér lyf sem ekki eru afgreidd með framangreindum hætti.

10. Heimilið og starfsmenn þess eru ekki ábyrgir fyrir persónulegum eigum heimilismanna. Heimilið leggur til alla nauðsynlega heimilismuni eins og rúm, fataskáp, borð og stól og er algjörlega óheimilt að koma með húsmuni með sér. Heimilismenn búa um rúm sín á hverjum degi og halda herbergjum sínum hreinum og snyrtilegum. Heimilismenn taka þátt í að halda sameiginlegu rými innanhúss hreinu undir verkstjórn forstöðumanns og matráðs.

11. Greiða skal viðverugjald fyrir fram. Greitt viðverugjald er ekki endurgreitt. Vistmenn verða að koma með sæng, kodda, sængurverasett og inniskó.

12. Öll hegðun sem ekki er í samræmi við markmið og stefnu samtakanna getur leitt til brottvísunar. Brot á fyrr greindum reglum/skilmálum eða fyrirmælum forstöðumanns, framkvæmdastjóra, matráðsmanns Verndar getur varðað brottvísun úr húsinu.

 

Smelltu hér til að niðurhala pdf skrá

 

Umsokn

 

Smelltu á myndina til að hala umsókn niður..