1958 Heldur Þóra Einarsdóttir erindi á fundi Kvenréttindafélags Íslands og segir frá námi sínu í Danmörku. Hún hafði stundað nám í Kofoed-skólanum í Kaupmannahöfn en hann var líknarstofnun sem lagði sig fram um að hjálpa útigangsfólki og þeim er minna máttu sín. Þóra hafði líka kynnst dönskum samtökum sem aðstoðu fanga og fjölskyldur þeirra. Þessi danska fangahjálp bar nafnið Det danske forsorgsselskab. Fanghjálpin danska vann í nánum tengslum við yfirvöld og einstaklinga en voru frjáls félagasamtök. Ákveðið að undirbúa stofnun íslenskrar fangahjálpar og skyldi hún kölluð Vernd.
Þetta ár bættist líka Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögfræðingur, í lið Verndar.
Þetta ár eru 85 félög í Vernd og um 500 félagsmenn.
Björn Einarsson ráðinn félagsmálafulltrúi Verndar og dómsmálaráðuneytis.
Þóra Einarsdóttir, 1959-1980
Hilmar Helgason, 1980-1982
Jóna Gróa Sigurðardóttir 1982-1989
Birgir Þ. Kjartansson, 1989-1994
Vilhjálmur Grímsson, 1994-1999
Þráinn Bj. Farestveit 1999-2001
Hreinn S. Hákonarson 2001-2012
Elsa Dóra Grétarsdóttir 2012-
Þessir hafa verið framkvæmdastjórar Verndar frá upphafi:
Axel Kvaran 1960-1962
Skúli Þórðarson, 1962-1964
Séra Bragi Firðriksson og Pétur Jónsson 1964 (október-áramóta)
Páll Gröndal, 1965-1967
Séra Brynjólfur Gíslason, 1967-1969,
Davíð Þjóðleifsson, 1969-1979,
Guðmundur Jóhannesson 1979-1982
Jóna Gróa Sigurðardóttir, 1982-1989
Birgir Þ. Kjartanssson, 1989-1994
Vilhjálmur Grímsson, 1994-2000
Þráinn Bj. Farestveit, 1999 -
* Aths. Þeir sem hafa einhverjar athugasemdir eða leiðréttingar fram að færa varðandi annál þennan eru góðfúslega beðnir um að hafa samband við ritstjórn Verndarblaðsins.
Heimildir:
Af lífi og sál, Þóra Einarsdóttir í Vernd segir frá, Reykavík 1989
Vernd – tímarit – Reykjavík 1961
Vernd – tímarit – Reykjavík 1962
Vernd – tímarit – Reykjavík 1964
Vernd – tímarit – Reykjavík 1976
Vernd – tímarit – Reykjavík 1962
Vernd – tímarit – Reykjavík 1980
Verndarblaðið 2. tbl. 1983
· - 3. tbl. 1986
Fundargerðarbók Verndar 1985-1995 og til dagsins í dag.
Hreinn S. Hákonarson
1. gr.
Dómþoli, sem afplánar fangelsisrefsingu eða vararefsingu fésektar getur sótt um að afplána hluta hennar á áfangaheimili Verndar, Reykjavík. Að jafnaði skal dvalartími á áfangaheimilinu ekki vera styttri en 3 vikur og skal dómþoli hafa afplánað a.m.k. 1/3 hluta afplánunartímans í fangelsi eða með samfélagsþjónustu áður. Þó er heimilt að leyfa dómþola að fara fyrr þegar svo stendur á sem greinir í 1. mgr. 5. gr. reglna þessara.
Þegar dæmd refsing er eitt ár eða minna getur dvalartími á áfangaheimilinu orðið allt að 3 mánuðir. Þegar dæmd refsing er yfir eitt ár lengist dvöl á áfangaheimilinu um 2,5 daga fyrir hvern dæmdan mánuð og getur orðið 7 mánuðir við 5 ára fangelsisrefsingu. Eftir það lengist dvölin um 5 daga fyrir hvern dæmdan mánuð og getur orðið að hámarki 18 mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára og 6 mánaða fangelsi.
2. gr.
Aðili sem afplánar refsivist á áfangaheimili Verndar skal reglulega stunda vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem Fangelsismálastofnun hefur samþykkt og er liður í aðlögun hans að samfélaginu að nýju. Vinnuveitanda, skólayfirvöldum eða meðferðaraðilum skal gert ljóst að viðkomandi sé að afplána refsivist og hafi samþykkt að eftirlit verði haft með því að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð.
Aðili skal greiða dvalar- og fæðiskostnað til áfangaheimilisins eins og hann er ákveðinn hverju sinni. Sama gildir um greiðslu annars kostnaðar sem hlýst af því að stunda vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð s.s. ferðakostnað og námsgögn.
3. gr.
Umsókn um afplánun hluta refsivistar á áfangaheimili Verndar, skal senda til Fangelsismálastofnunar ríkisins. Í umsókn skal m.a. tilgreina væntanlegan vinnustað eða fyrirhugað nám, starfsþjálfun eða meðferð. Áður en umsókn er tekin til endanlegrar ákvörðunar skal leggja fram skriflega staðfestingu vinnuveitanda um ráðningu umsækjanda eða sambærilegar upplýsingar um nám, starfsþjálfun eða meðferð.
Fangelsismálastofnun metur hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til afplánunar á áfangaheimilinu. Telji stofnunin umsækjanda ekki uppfylla skilyrði til vistunar þar er sú ákvörðun kæranleg til dómsmálaráðuneytisins. Auk samþykkis Fangelsismálastofnunar er afplánun á áfangaheimilinu háð því skilyrði að húsnefnd Verndar samþykki umsóknina. Telji húsnefnd umsækjanda ekki hæfan til afplánunar á áfangaheimilinu er sú ákvörðun endanleg.
Það er forsenda fyrir því að aðili fái að afplána á áfangaheimilinu að hann samþykki þau skilyrði sem gilda um vistun þar og undirriti samning þar um.
4. gr.
Skilyrði þess að unnt sé að fallast á afplánun á áfangaheimili Verndar eru:
Víkja má frá skilyrðum a-, b- og c-liðar ef mjög sérstakar ástæður mæla með því, s.s. ungur aldur fanga, mjög smávægileg agabrot í refsivistinni eða ef mál í refsivörslukerfinu hafa dregist óhóflega og drátturinn er ekki af völdum fangans. Það sama á við ef líklegt er að mál endi með skilorðsbundnum dómi eða sekt.
Víkja má frá skilyrðum d-liðar hafi hegðun aðila verið með ágætum í a.m.k. þrjá mánuði eftir komu í fangelsið á ný, hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar og að uppfylltum öllum öðrum skilyrðum 4. gr. fyrir vistun á áfangaheimilinu.
5. gr.
Miða skal við að aðili hefji dvöl á áfangaheimili Verndar á mánudegi eða fimmtudegi kl. 18.00. Ef hámarkstími á Vernd reiknast vera frá:
Þriðjudegi, skal vistunartími vera frá mánudeginum á undan.
Miðvikudegi, skal vistunartími vera frá mánudeginum á undan.
Föstudegi, skal vistunartími vera frá fimmtudeginum á undan.
Laugardegi, skal vistunartími vera frá fimmtudeginum á undan.
Sunnudegi, skal vistunartími vera frá fimmtudeginum á undan.
Forsvarsmaður Verndar tekur á móti aðila, kynnir honum húsreglur og vísar til herbergis.
Aðila er óheimil útivist alla daga frá kl. 23.00 – 07.00.
Aðila er óheimilt að fara af landi brott meðan á dvöl á Vernd stendur. Geri hann það verður litið á slíkt sem strok úr afplánun.
Aðili sem afplánar refsivist á áfangaheimilinu skal fylgja öllum almennum húsreglum sem þar gilda auk eftirfarandi reglna:
Heimilt er, þegar sérstaklega stendur á, að setja það sem skilyrði að aðili hafi á sér búnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.
Almenn ákvæði laga um fullnustu refsinga og reglugerða settra samkvæmt þeim gilda um afplánun á áfangaheimili Verndar.
Brot á reglum þessum, húsreglum Verndar svo og kæra fyrir refsiverða hegðun getur leitt til þess að Fangelsismálastofnun ákveði að flytja aðila til áframhaldandi afplánunar í fangelsi.
6. gr.
Reglur þessar eru settar af Fangelsismálastofnun ríkisins og byggjast á heimild í 3. mgr. 31. gr., sbr. 3. mgr. 98. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og gildandi samkomulagi milli stofnunarinnar og félagasamtakanna Verndar á hverjum tíma og öðlast þær þegar gildi.
Jafnframt eru felldar úr gildi reglur nr. 331/2018um afplánun á áfangaheimili Verndar.
Fangelsismálastofnun ríkisins, 8. apríl 2021.
Páll E. Winkel.
Samkvæmt 5. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 sér Fangelsismálastofnun um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laganna og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim. Má þar m.a. nefna eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbunda reynslulausn, náðun, frestun afplánunar og samfélagsþjónustu.