Stiklað á stóru úr sögu Verndar

Annáll verndar

 
AFSTAÐA – til ábyrgðar var stofnað af föngum á Litla – Hrauni 23. janúar 2005.
Markmið félagsins eru fyrst og fremst þau að vinna að tækifæri fyrir fanga til ábyrgðar, endurreisnar og að búa þeim skilyrði til farsællar endurkomu út í samfélag manna. Hugað er í hvívetna að aðstandendum fanga, fjölskyldum, vinum og öllum öðrum sem sitja í fangelsi úti í hinu frjálsa samfélagi vegna tengsla við fanga. AFSTAÐA hvetja alla fanga til góðra og göfugra verka, viðhalda von þeirra og sýnilegum markmiðum á meðan fangavist varir og að henni er lokinni. Félagið vinnur með þá von í brjósti að föngum gefist tækifæri til að iðrast gjörða sinna með orðum og athöfnum og vinni sjálfum sér og samfélaginu gagn af einlægni og án sérstakra skilyrða. Félagið gengur út frá fullkomnu og skilyrðislausu jafnræði allra og mun vinna jöfnum höndum fyrir minni sem meiri eftir því sem samræmist markmiðum og tilgangi félagsins. Félagið mun, eftir því sem kostur er, standa að fræðslu á meðal fanga jafnt sem frjálsra manna og veita aðstoð öllum þeim sem hennar óska eftir því sem kostur er og tækifæri til. Ætlunin er að fræða og upplýsa um fangelsi, orsakir fangavistar og afleiðingar hennar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Félagið tekur afdráttarlausa afstöðu gegn vímuefnum og mun leggja sig fram í baráttunni við vímuefnadrauginn og taka þátt í ýmsum verkum sem frætt geta og styrkt val þeirra sem kunna standa andspænis vímuefnum. Í baráttu sinni að þessu leyti mun félagið einkum huga að eftirspurninni og lönguninni. Félagið leggur áherslu á að ofneysla áfengis og annarra vímuefna sé samfélagslegt heilbrigðisvandamál. Félagið mun haga störfum sínum með þeim hætti sem best hentar félagsmönnum, aðstandendum, fangelsisyfirvöldum og öðrum þeim sem málefni félagsins kunna að varða.
AFSTAÐA vinnur skv. 43 gr. laga nr. 49/2005 sem segir: “Fangar geta kosið sér talsmenn til að vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd”.

Stjórn AFSTÖÐU

http://www.afstada.is/