Heimili Verndar er að Laugarteig 19 í Reykjavík. stórt og reisulegt hús á fjórum hæðum. í húsinu eru 16 herbergi, 8 þeirra eru tveggja manna og 8 einstaklings herbergi. Á neðstu hæð er íbúð forstöðumanns, þvottahús, búr, frystigeymsla og skrifstofa hússins. 

Endurbætur á Laugateig 19 hafa verið miklar á liðnum árum og kostnaðarsamar. Húsið er stórt og komið til ára sinna – það er reist 1945 og er um 550m2 Þetta er mikil eign sem gæta verður vel að og halda regllulega við..
Það hefur verið kappsmál stjórnar og framkvæmdastjóra Verndar að búa húsið sem best úr garði svo heimilismönnum líði vel í húsinu og finni sig heima í því þann tíma sem þeir dvelja þar. Það er líka uppeldislegt atriði og persónumótandi að umhverfi skjólstæðinga okkar sem koma úr fangelsi eða annars staðar að, sé sem fallegast og eins vel búið og kostur er. Umhverfi hefur nefnilega áhrif á alla einstaklinga. Gott og hlýlegt umhverfi vekur upp góðar tilfinningar og góðan hug hjá fólki á sama hátt og köld og grámóskuleg húsakynni þyngja huga og sál.

Húsnefnd áfangaheimilisins kemur saman á hverjum miðvikudegi kl. 13 og ræðir málefni áfangaheimilisins, fer yfir umsóknir þeirra sem sækja um vist á heimilinu og ákveður hverjir skuli fá inni í húsinu. Farið er vandlega yfir umsóknir og þær ræddar í þaula. Hélt húsnefndin rúmlega fimmtíu fundi á síðasta ári. Húsnefnd heldur fundi að Laugarteig 19. Það er mikilvægt fyrir hana að koma í húsið og halda fundi hér. Það tengir hana við áfangaheimilið og iðulega fer hún um húsið og skoðar aðstæður og breytingar sem gerðar hafa verið.

Á húsnefndarfundum sitja fulltrúar frá Vernd sem og starfsmenn Verndar, fulltrúi frá Fangelsismálastofnun ríkisins, fangaprestur og fulltrúi frá Reykjavíkurborg

 

Þráinn Farestveit