Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir fundi um fullnustu refsinga miðvikudaginn 22. apríl sl. undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál í klessu á Íslandi?“
Á mælendaskrá voru Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, en hann fór yfir stöðu fangelsismála á Íslandi, Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun og Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar.
Í erindi Páls kom meðal annars fram að fjármagn til málaflokksins hafi verið minnkað um fjórðung á síðustu árum þó að verkefnum stofnunarinnar hafi fjölgað. Þá hafi komið upp 20 tilfelli þar sem dómar fyrnast áður en sakborningar hefja afplánun.
Þegar erindum var lokið voru líflegar umræður um málefni tengd fullnustu refsinga hér á landi.
Frétt stöð 2