Félagsráðgjafi ársins 2013 var tilnefndur í gær á afmælishátíð Félagsráðgjafafélagsins. Félagsráðgjafar ársins 2013 voru tveir í ár, þær Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir og Valgerður Halldórsdóttir.
Vernd óskar þeim hjartanlega til hamingju.
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir hefur starfað sem félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Hún hefur verið ötul baráttukona fyrir bættri þjónustu við utangarðsfólk sem eru oftast langt leiddir vegna alkahólisma og ritað greinar í fjölmiðla um stöðu utangarðsfólks.
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir situr í stjórn Verndar fangahjálpar, óskar stjórn Verndar henni sérstaklega til hamingju.