Forseti Íslands á Litla-Hrauni

Magnaður dagur á Litla Hrauni með sjálfboðaliðum frá Bataakademíunni og Afstöðu, heimamönnum, Vernd, fangelsismálastjóra og yfirmönnum. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, heiðraði þáttakendur með nærveru sinni og tók þátt í allri dagskránni sem stóð í rúma 3 tíma. Það er örugglega hægt að fullyrða að þessi viðburður sé einstakur og líklega heimsviðburður þar sem forseti heimsæki ríkisfangelsi og tekur þátt í viðburði með þessum hætti. Fluttar voru ræður af Guðmundi Inga Þóroddssyni formanni AFSTÖÐU-réttindafélags, Tolla Morthens, formanni Bataakademíunnar og Agnari Braga og Steinunni frá Batahúsi en í framhaldi var farið í yoga öndunaræfingar og hugleiðslu.

Þá var boðið upp á veitingar að lokinni dagskránni hér fylgja myndir frá viðburðinu.
 
 
Þráinn Farestveit