Bygging nýs fangelsis, sem ráðgert er að bjóða út síðar í mánuðinum, verður í útboði á vegum ríkisins og mun ríkið eiga fangelsið. Ekki er gert ráð fyrir því að bjóðendur eigi bygginguna og leigi hana ríkinu eins og skilja hefur mátt af fréttum í morgun.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að leið einkaframkvæmdar hafi reynst skattborgurum dýrari en útboð ríkisins og því verði farin sú leið varðandi fangelsið. Unnið er nú að gerð útboðsgagna og stefnt að því að unnt verði að bjóða verkið út síðar í mánuðinum.