Fangelsið

Kvíabryggja

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og u.þ.b. 3.700 m² að stærð.

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 30. janúar 2012 en því síðara 26. mars 2012. Skilafrestur tillagna er 16. apríl 2012, fyrir kl. 16:00 hjá Ríkiskaupum.

Veitt verða þrenn verðlaun að heildarfjárhæð 10 milljónir kr. Gert er ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin fyrri hluta árs 2013 og að framkvæmdir hefjist vorið 2013 og þeim verði lokið vorið 2015.

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES-svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna í samkeppnislýsingu sem er aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is  útboðsnúmer 15152, en til að nálgast ítargögn verður að skrá sig til þátttöku á vefnum.