Aðalfundur Verndar

 

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 28, miðvikudaginn 27, mai kl 18.00

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

Þráinn Farestveit


Hádegisfundur um fullnustu refsinga

Hótel Natura

Eru fangelsismá í klessu á Íslandi?

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir hádegisfundi um fullnustu refsinga.

Miðvikudaginn 22. apríl kl. 12:00 -13:30 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101.

Frummælendur:

  • Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, mun fara yfir stöðu fangelsismála á Íslandi.

  • Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, flytur erindi sitt: Ný úrræði – skilvirkari fullnusta refsinga.

    • Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, fjallar um fullnustuúrræði á vegum Verndar.

    Fundarstjóri:

    • Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR.

    Á eftir erindum verða almennar umræður og fyrirspurnir.

    Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. 


Hannes Þ. Sigurðsson


Góður drengur er fallinn frá og við sem höfum starfað með honum minnumst hans með hlýhug en Hannes Þ. Sigurðsson hafði verið félagslegur endurskoðandi Verndar í áratugi. Hannes Þ. Sigurðsson lést á skírdag. Hann fæddist 3. júlí 1929, lauk verslunarprófi frá VÍ 1948 og stundaði framhaldsnám í Verslunarháskólanum í Stokkhólmi til 1950.

Sama ár hóf hann störf hjá Sjóvá, síðar Sjóvá-Almennum, og starfaði þar allan sinn starfsaldur.

Hannes var virkur í félagsmálum íþrótta og verkalýðs og sat þar í ýmsum stjórnum, svo sem stjórn ÍSÍ lengst allra frá 1955 til 1994, varaforseti lengst af. Hann sat í stjórn VR frá 1955 til 1983, lengst af sem ritari og varaformaður frá 1980. Hannes sat í stjórn LV um árabil. Hann var einn stofnenda Verslunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, og um skeið varamaður í stjórn.
Hann var knattspyrnu- og handboltadómari í áratugi, meðal annars á erlendum vettvangi, og fyrstur íslenskra knattspyrnudómara til að bera merki FIFA. Hann sat lengi í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og hverfisstjórn. Hann skrifaði íþróttafréttir í Morgunblaðið og Vísi og var ritstjóri tímaritsins Allt um íþróttir. Hann var heiðursfélagi margra félaga og sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1997.
Eftirlifandi kona hans er Margrét Erlingsdóttir. Eignuðust þau þrjú börn, Sigurð, Kristínu og Erling, sjö barnabörn og sjö barnabarnabörn.


Stjórn og starfsmenn Verndar vottar fjölskyldu, vinum og ættingjum dýpstu samúðarkveðjur


Um síðustu áramót biðu 460 einstaklingar

Þráinn FarestveitUm síðustu áramót biðu 460 einstaklingar þess að komast í fangelsi til að afplána fangelsisdóma sína. Af þeim höfðu 137 sótt um að afplána dóma sína með samfélagsþjónustu. 105 þeirra fengu beiðni sína samþykkta. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. 

Í svarinu kemur einnig fram að frá árinu 2010 hafa 1.025 einstaklingar hafið afplánun fangelsisrefsingar, sumir oftar en einu sinni. Mikill munur er á kynjunum en 937 karlar og 88 konur eru í hópnum. Flestir þeirra eru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 471 einstaklingur, en 9 voru á aldrinum 15 til 17 ára. Frá árinu 2010 hafa einnig 426 hafið afplánun fangelsisrefsingar með samfélagsþjónustu, sumir oftar en einu sinni. Í þeim hópi er kynjahlutfallið svipað eða 374 karlar og 52 konur. Um helmingur þeirra voru á aldrinum 21 til 30 ára, eða 222 einstaklingar. Frá því í febrúar 2012 hafa 97 fangar lokið afplánun undir rafrænu eftirliti en þeim hefur farið fjölgandi. 

Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda er einföld, öll fangelsi eru yfirfull, dómar eru að lengjast og málaflokkurinn hefur setið á hakanum árum saman. Fangelsismálastofnun segir að rúm 50 ár séu nú liðin frá því að ákveðið var fyrst að byggja nýtt öryggisfangelsi á Höfuðborgarsvæðinu.

Litla-Hraun hefur gegnt hlutverki stærsta öryggisfangelsis landsins um áratugaskeið en það hefur verið ljóst að það húsnæði hentar ekki sem öryggisfangelsi enda var hluti Litla-Hrauns byggt sem spítali og uppfyllir ekki þær kröfur sem gerða eru. Alls eru sex fangelsi á Íslandi. Fjögur þeirra eru lokuð: Litla-Hraun, Fangelsið á Akureyri, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið í Kópavogi. Auk þeirra eru opin fangelsi að Sogni og Kvíabryggju og þá hefur úrræði Verndar verið yfirfullt samkvæmt upplýsingum frá  Þráni Farestveit framkvæmdastjóra Verndar. Til stendur að loka bæði Hegningarhúsinu og fangelsinu í Kópavogi. Þegar nýtt fangelsi verður opnað á Hólmsheiði,  Það er nú í byggingu og á að opna haustið 2015. Fangelsisrýmum fjölgar þá um 30 talsins.


Fundur með innanríkisráðherra


þráinn FarestveitFormaður og framkvæmdastjóri Verndar fóru á fund með innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í dag 11. febrúar. Á fundinum var farið yfir málefni Verndar og ráðherra kynnt stefna félagasamtakanna, saga og framtíðarsýn. Einnig var farið yfir rekstrarfyrirkomulag Verndar og framtíðarhorfur í fangeslsismálum. Úrræði Verndar hefur verið meira og minna fullt síðustu 2 árin og úrræðið fyllilega staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru. Vernd hefur nú starfað í rúmlega 50 ár og miklar kröfur gerðar til mögulegrar endurhæfingar þeirra sem þangað koma. Einnig hefur Vernd gert ríkari kröfur um starfsendurhæfingu þeirra sem ekki geta sinnt hefðbundnum störfum og hafa ekki verið færir um að vinna hefðbundna vinnu. Á fundinum í dag fékk innanríkisráðherra að heyra sjónarmið Verndar varðandi málefni fanga sem taka út dóma á Vernd. Að lokum þakkaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fyrir áhugaverða kynningu á starfsemi Verndar. 

Á mynd:  Elsa Dóra Grétarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir,  Þráinn Farestveit


Réttindi fanga

„Það er nauðsynlegt að einhver, ekki endilega allir en þó einhver, hafi áhyggjur af réttindum og fylgist með þróun aðstæðna þeirra frelsissviptu,“ segir Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Hann lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vikunni þar sem hann spurði um innkaupastefnu og verðlagningu í versluninni Rimlakjörum á Litla-Hrauni. Helgi Hrafn segir spurningarnar sem hann lagði fyrir innanríkisráðherra hafa vaknað flokkurinn var að mynda stefnu Pírata í málefnum

fanga. „Það kom fram í samtölum okkar við fyrrverandi fanga að matarmálin voru þó nokkuð frábrugðin því sem fólk almennt heldur,“ útskýrir hann. Fyrirkomulagið er fínt að mati Helga en hann er hugsi yfir verðlagningu í versluninni og upphæð fæðispeninga sem fangar fái úthlutað. Hann segist hafa heyrt að fæðispeningarnir hafi ekki hækkað frá hruni og að vörur í Rimlakjörum séu ekki verslaðar í heildsölu heldur í næstu matvörubúð. 


„Ef þetta er rétt, þá er augljóst að raunverulegt fæði til fanga hefur minnkað gríðarlega síðustu ár,“ segir hann en um óstaðefstar upplýsingar er að ræða. „Þess vegna langaði mig að vita frá yfirvöldum fyrst og fremst hver raunin væri og hinsvegar annarsvegar hvaða valkosti fangar hefðu í þessari stöðu.“

Aðalsteinn Kjartansson visir.is

 

Þráinn Farestveit

 


Litla-Hraun

Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og er gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í 9 byggingum, sem einfaldlega nefnast Hús 1, Hús 2 o. s.frv

Litla Hraun / Þráinn

Hús 1 var tekið í notkun 1980 sem einangrunardeild og frá 1996 er það einnig notað fyrir gæsluvarðhald. Hús 2, sem er fyrsta byggingin á staðnum var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins í hinum íslenska burstabæjarstíl og átti upphaflega að vera sjúkrahús en það koma ekki til þess. Í Húsi 2 er aðstaða lækna og hjúkrunarfræðinga og þar er jafnframt heimsóknardeild með 12 herbergjum. Hús 3 var tekið í notkun árið 1972 með 22 klefum og endurnýjað á árinu 1999. Hús 4 var tekið í notkun árið 1995. Þar eru 5 álmur með 11 klefum hver. Í öðrum byggingum eru skrifstofur, verkstæði og önnur starfsemi. Til afþreyingar er í fangelsinu líkamsræktaraðstaða, bókasafn, fönduraðstaða og billiardborð. Á lóð eru fótboltavöllur, göngubraut og körfuboltaaðstaða.

Vinna fanga: Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla. Nánari upplýsingar og myndir af framleiðsluvörum.

Nám: Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í fangelsinu, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum.


Rúmlega 450 bíða nú afplánunar

Rúmlega fimmfalt fleiri biðu afplánunar í fangelsum á Íslandi árið 2013 en árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá fangelssmálayfrvöldum bíða nú um 450 manns afplánunar.

Þar af eru um 390 sem þegar hafa fengið boðun um vistun í fangelsi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi og þar af eru sex einangrunarpláss og þrír klefar á öryggisgangi.

Föngum sem bíða afplánunar hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Árið 2006 biðu 105 dómþolar fangavistar en þeir voru 388 árið 2013. Í þessum tölum er einungis tekið tillit til þeirra dómþola sem ekki höfðu fengið boðun um fangelsisvist en nær daglega falla dómar þar sem dómþolar eru dæmdir til refsivistar í fangelsi.

Mbl.is

 

Þráinn Farestveit


Fjárhagsaðstoð fanga

Verndarmenn fá fjárhagsaðstoð

Fella úr gyldi ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun á Vernd eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð.

Ákvæði í reglum Reykjavíkurborgar um að fangar í afplánun eigi ekki rétt á fjárhagsaðstoð verður afnumin. Umboðsmaður borgarbúa tók til skoðunar umrætt ákvæði sem komið var á í september 2009 "til að skýra stöðu þeirra umsækjenda um fjárhagsaðstoð sem afplána refsidóma," eins og segir í greinargerð velferðarsviðs. Greinargerðin fylgdi tillögu, sem borgarráð samþykkti í gær, um að fella regluna út.

Fram kom að flestar umsóknir frá föngum um fjárhagsaðstoð komi frá þeim sem dvelja á áfangaheimilinu Vernd. Velferðarsvið borgarinnar segir að Fangelsismálastofnun beri ábyrgð á að þeir fangar eins og aðrir hafi fæði, húsnæði og aðrar nauðsynjar. Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í máli manns sem dvaldi á Vernd að ákvæðið sem útilokaði fanga í afplánun frá fjárhagsstoð stæðist ekki grundvallarreglur um jafnræði borgaranna og rétt til félagslegrar aðstoðar.

Fréttablaðið- gar

 

Þráinn Farestveit


Langveiku börnin í fangelsum landsins

Pétur Blöndal Gíslason skrifar

Ef þú lendir í fangelsi einu sinni eru talsverðar líkur á að þú lendir þar aftur. Ef þú lendir þar aftur þá eru ansi góðar líkur á að þú lendir þar í þriðja sinn. Ef þú lendir þar í þriðja sinn eru sáralitlar líkur á að þú sleppir við að koma í fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda og svo framvegis. Strákarnir á Hrauninu, hverjir eru þetta? Hafa þeir valið þetta líf? Vöknuðu þeir einn daginn og hugsuðu:

Djöfull væri frábært að sitja inni svona eins og hálft lífið. Best að finna einhvern eiturlyfjabarón og biðja um vinnu.

Nei, það er ekki þannig. Mest eru þetta ADHD-strákarnir sem fóru í gegnum grunnskólann á rítalíni. Þeir voru lesblindir og lélegir í reikningi. Þeir eyddu löngum stundum á skólastjóraskrifstofunni, fengu refsingu fyrir allt sem úrskeiðis fór í skólanum, hvort sem sökin var þeirra eða ekki.

Þetta eru strákarnir sem komu alltaf of seint vegna þess að þeir þurftu að sjá sjálfir um að vakna og koma sér í skólann. Þetta eru strákarnir sem komu svangir og nestislausir vegna þess að í eldhúsinu heima var kókópuffspakkinn tómur og mjólkin súr á eldhúsborðinu.


Geðheilbrigðisþjónusta á Litla-Hrauni

Brýnt að skoða geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hraun

 

Umboðsmaður Alþingis segir það eindregna afstöðu sína að brýnt tilefni sé til að endur-skoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni. Hann segir að til greinakomi að beina tilmælum til stjórnvalda um að gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu að Litla-Hrauni  í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar sem þess þurfa njóti umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Litla-hraun sem umboðsmaður Alþingis hefur sent fangelsisyfirvöldum og velferðarráðuneytinu. Umboðsmaður heimsótti fangelsið 3. maí. Heimsóknin var þáttur í frumkvæðiseftirliti umboðsmanns og unnin af settum umboðsmanni, Róbert R. Spanó.  

 

Heimsóknin í fangelsið Litla-Hrauni var liður í athugun á því hvort aðstæður í fangelsinu, aðbúnaður fanga og verklag við ákvarðanatöku um réttarstöðu þeirra samrýmist ákvæðum stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu, gildandi laga og reglugerða um fullnustu refsinga auk meginreglna stjórnsýsluréttar. Þá laut athugun umboðsmanns að hvort þar væri gætt vandaðra stjórnsýsluhátta, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. 

Í skýrsludrögum setts umboðsmanns eru dregin fram nokkur atriði sem hann telur að séu þess eðlis að til greina komi af hálfu umboðsmanns að beina síðar til stjórnvalda sérstökum tilmælum um úrbætur. Drög að skýrslunni eru því lögð fram til þess að stjórnvöldum gefist kostur á að bregðast við þessum atriðum áður en umboðsmaður tekur endanlega ákvörðun um hvort formlegum tilmælum verður beint til stjórnvalda. Umboðsmaður mun því að fengnum upplýsingum um viðbrögð stjórnvalda taka endanlega ákvörðun um hvort slík tilmæli verða sett fram. Fyrirkomulag þessarar athugunar umboðsmanns og birting á drögum að skýrslunni eru liður í því að taka upp nýtt verklag við frumkvæðis- og vettvangsathuganir umboðsmanns hjá stjórnvöldum.

Meðal þess sem settur umboðsmaður fjallar um í skýrsludrögunum eru heimsóknir til fanga, fjárhagsmálefni þeirra og heilbrigðisþjónusta í fangelsinu. 

Þá telur settur umboðsmaður meðal annars að til greina komi að beina tilmælum til stjórnvalda um að gera viðhlítandi ráðstafanir til að koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar sem þess þurfa njóti umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum. 

 

 

Innlent | mbl | 4.10.2013 | 

Þráinn Farestveit

 

 

 

 


Aðalfundur Verndar

 

Aðalfundur Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, fimmtudaginn 5, júni kl 18.00

( Gamla rúgbrauðsgerðin ) Í húsnæði ( Vímulaus æska / Foreldrahús )

 

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

 

Þráinn Farestveit