Frú Agnes Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, hef­ur skipað sr. Sigrúnu Óskars­dótt­ur sem fanga­prest þjóðkirkj­unn­ar. Hún er fyrsta kon­an sem gegn­ir því starfi en áður hafa þrír karl­menn sinnt því að því er seg­ir á vef kirkj­unn­ar. Sér­stakt fanga­prest­sembætti var sett á lagg­irn­ar um ára­mót­in 1970. Átta hafi sótt um starfið en skipað er í það til fimm ára.

sr. Sigrúnu Óskars­dótt­ur

Sigrún er fædd í Reykja­vík árið 1965. Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni 1985, guðfræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1991 og síðar sál­gæslu­námi frá Lovisen­instituttet í Ósló. Sigrún var vígð árið 1991 til Laug­ar­nessprestakalls sem aðstoðarprest­ur og leysti af sem sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um um hríð.

Þá var Sigrún fram­kvæmda­stjóri Æsku­lýðssam­bands kirkj­unn­ar i Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæm­um frá 1994-1995, prest­ur í norsku kirkj­unni 1996-1997 og ráðin síðan sem prest­ur ís­lenska safnaðar­ins í Ósló frá 1997 til 2001. Hún var skipuð prest­ur í Árbæj­ar­sókn í Reykja­vík árið 2001 og lét af þeim störf­um árið 2015. Und­an­far­in ár hef­ur hún verið starfsmaður Útfar­ar­stofu kirkju­g­arðanna.

Vernd fangahjálp óskar Sigrúnu innilega til hamingju með stafið og að samstarf fangahjálparinnar og fangaprests verði innilegt og farsælt eins og verið hefur.