Á mynd. Þráinn Farestveit, Valdimar Þór Svavarsson, Rósa Gunnlaugsdóttir – Gjaldkeri, Anna María McCrann - Verkefnastjóri fjáröflunar, Rósý Sigþórsdóttir - Verkefnastjóri Kaffistofu, Helga Lind Pálsdóttir - Forstöðumaður Hlaðgerðarkots

 

Starfsfólk Samhjálpar heimsótti Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri tók á móti gestum og fór yfir hlutverk og tilgang Verndar og mikilvægi samtakanna. Samstarf Verndar og Samhjálpar hefur verið einstakt og farsælt í áratugi. Starfsendurhæfing er lykill að farsælli endurkomu skjólstæðinga Verndar.

 

Samhjálp hefur verið stór þáttur í þessari aðlögun og aðstoð við skjólstæðinga Verndar í formi starfsendurhæfingar sem hefur reynst einstaklega vel en þar leikur kaffistofa Samhjálpar lykil hlutverki. Kaffistofa Samhjálpar sem er í Borgartúni 1a hefur tekið á móti skjólstæðingum Verndar með opnum örmum til starfsendurhæfingar en þar starfa skjólstæðingar Verndar frá 09.00 til 14.00 alla virka daga. Þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu. Þangað leita einstaklingar sem eru vegalausir, fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Flestir sem þangað koma búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður. 

 

Þá er mjög gott samstarf á milli Hlaðgerðakots og Verndar sem rekið er af Samhjálp. Oft fara einstaklingar í meðferð áður en þeir koma á Vernd en einnig hafa einstaklingar farið í meðferð á meðan á dvöl stendur á Vernd. Hlaðgerðarkot sem er í Mosfellsdal er elsta starfandi meðferðarstofnun landsins. Í Hlaðgerðarkoti er unnið með einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða. Í Hlaðgerðarkoti starfar þverfaglegt teymi, lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og áfengis- og fíkniráðgjafa. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðslu um úrræði Verndar einnig að bæta og gera frekara samstarf mögulegt.