Fangelsismálastofnun vinnur að því að gera sérsveit fangavarða enn betur í stakk búna fyrir þau krefjandi verkefni sem upp geta komið í fangelsum. Þann 12.4.2008 var haldin sameiginleg æfing sérsveitar fangavarða á Litla-Hrauni og lögreglumanna hjá embætti lögreglustjórans á Selfossi.

Á æfingunni sem tókst mjög vel voru sett á svið atvik sem upp geta komið í fangelsum og grípa verður inn í bæði til að tryggja öryggi starfsmanna og fanga. Gott samstarf er við lögregluna á Selfossi og var æfingin m.a. liður í eflingu þess samstarfs.