Fyrirmyndarfangar munu afplána dóma sína í nýjasta fangelsi landsins á Bitru, sem var opnað í dag. Þrettán fangar eru nú komnir í fangelsið í Bitru en það verður hægt að vista 26 fanga ef kojur verða settar inn í herbergin. Fangelsið er opið fangelsi, sem þýðir að fangarnir geta strokið kjósi þeir það. Nú eru um 400 manns á biðlista eftir að komast í fangelsi.

Nýja fangelsið er í Flóahreppi, en í Bitru var áður rekið kvennafangelsi.  Síðustu ár hefur húsnæðið þó verið notað í ferðaþjónustu. Öll aðstaða í Bitru er til fyrirmyndar og fátt þar inni sem minnir á fangelsi.