Fangelsi á Hólmsheið

Fangelsið Hólmsheiði 

Nesjavallaleið 9
110 Reykjavík
Sími: 5205060 / 5205061

Fangelsið Hólmsheiði var formlega opnað 10. júní 2016. Fangelsið er móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og þar verða kvenfangar vistaðir. Fangelsið getur vistað 56 fanga alls á 4 sérdeildum. Öll aðstaða fyrir fanga í fangelsinu er góð svo sem tómstundaaðstaða,  líkamsræktaraðstaða og aðstaða fyrir vinnu og nám. Garðar fyrir útivist eru stórir og góðir.

Starfsmenn:

Í Fangelsinu Hólmsheiði starfa samtals 18 fangaverðir á sólarhringsvöktum, þar af 2 varðstjórar sem eingöngu ganga dagvaktir. Vaktirnar eu 12 klukkustundir, ýmist dagvaktir frá kl. 08:00-20:00 og næturvaktir frá kl. 20:00-08:00.

 

Fyrstu fangar hefja afplánun á Hólmsheiði

 

15.11.2016

 

Í dag hefst formlegur fangelsisrekstur í nýju fangelsi á Hólmsheiði þegar kvennadeild fangelsisins verður tekin í notkun.  Verða þá þær konur sem afplána þurfa í lokuðu fangelsi fluttar í nýja fangelsið. 

 

Í fangelsinu eru 56 fangapláss.  Til að byrja með verður aðeins kvennadeild tekin í notkun en á næstu dögum mun Fangelsismálastofnun hefja boðun dómþola til afplánunar í nýja fangelsið og taka fleiri deildir í notkun.  Að lokum mun gæsluvarðhaldseinangrun flutt úr Fangelsinu Litla-Hrauni í nýja fangelsið.  Gert er ráð fyrir að það verði gert í upphafi næsta árs.

 

Fangelsismálastofnun bindur miklar vonir við að starfsmönnum og vistmönnum í nýju fangelsi líði vel á nýjum stað.  Við hönnun fangelsisins var öryggi fanga og starfsmanna haft að leiðarljósi ásamt því að leggja áherslu á mannúðlega afplánun fanga.  Rúmlega 50 ára sögu byggingasögu fangelsis í Reykjavík er nú lokið.   

Fyrsta skóflustunga að nýju fangelsi á Hólmsheiði tekin 4. apríl 2013

5.4.2013

Í gær 4. apríl 2013 tók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fyrstu

skóflustunguna að nýju fangelsi á höfuborgarsvæðinu. Fjöldi gesta var viðstaddur þennan merka áfanga í fangelsissögu landsins en stefnt hefur verið að því að byggja fangelsi á höfuðborgarsvæðinu í tugi ára.

Lesa meira

15152 - Hönnunarsamkeppni fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík

7.1.2012

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Innanríkisráðuneytisins býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík.

Um er að ræða nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga, aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsisbyggingin verður með 56 fangarýmum og u.þ.b. 3.700 m2 að stærð. Sjá nánari upplýsingar á vef Ríkiskaupa (Opnast í nýjum vafraglugga) .

Lesa meira

 Hönnunarsamkeppni um fangelsisbyggingu að hefjast

 4.1.2012

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, undirrituðu í dag samning um útfærslu hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Samkeppnin verður auglýst á erópska efnahagssvæðinu og verður með þeim hætti að þeir sem uppfylla hæfisskilyrði geta tekið þátt. Samkeppnisgögn verða afhent frá 9. janúar nk. og er gert ráð fyrir að niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var vegna samkeppninnar, liggi fyrir í byrjun sumars. Þá taka við samningar við hönnunarteymið sem verður fyrir valinu og er stefnt að því að framkvæmdir við nýtt fangelsi geti hafist í lok þessa árs.

Sjá nánar (Opnast í nýjum vafraglugga) .

 

 

 

Litla hraun

Fangelsið Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka

Sími: 480-9000 / Fax: 480-9001

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og er gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi. Starfsemi fangelsisins fer fram í 9 byggingum, sem einfaldlega nefnast Hús 1, Hús 2 o. s.frv.

Hús 1 var tekið í notkun 1980 sem einangrunardeild og frá 1996 er það einnig notað fyrir gæsluvarðhald. Í Húsi 2 er aðstaða lækna og hjúkrunarfræðinga og þar er heimsóknardeild með 12 herbergjum. Hús 3 var tekið í notkun árið 1972 með 22 klefum og endurnýjað á árinu 1999. Hús 4 var tekið í notkun árið 1995. Þar eru 5 álmur með 11 klefum hver. Í öðrum byggingum eru skrifstofur, verkstæði og önnur starfsemi. Til afþreyingar er í fangelsinu líkamsræktaraðstaða, bókasafn, fönduraðstaða og billiardborð. Á lóð eru fótboltavöllur, göngubraut og körfuboltaaðstaða. Sjá myndir af húsakosti Fangelsisins Litla-Hrauni.

Starfsmenn: Fastir starfsmenn fangelsisins eru 49. Vaktir ganga 28 fangaverðir, 15 fangaverðir sjá um verkstjórn, eftirlit, vöru- og fangaflutninga. Á skrifstofu fangelsisins starfa auk forstöðumanns, Kristjáns Stefánssonar, 4 deildarstjórar og 1 fulltrúi.

Vinna fanga: Helstu verkefni eru vörubrettasmíði, hellusteypa, þrif, þvottahús, skrúfbútaframleiðsla, skjalaöskjuframleiðsla, bílnúmera- og skiltagerð, samsetning í járn- og trésmíði og bón og þvottur bíla.

Nám: Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur umsjón með skólahaldi fanga í fangelsinu, námsframboð er sambærilegt við það sem tíðkast í fjölbrautaskólum.

Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005 skal Fangelsismálastofnun setja gjaldskrá um þóknun fyrir vinnu og nám, upphæð dagpeninga fanga og greiðslufyrirkomulag. Þóknun fyrir hverja klukkustund fer eftir eðli starfs. Fangi í námi skal fá þóknun fyrir hverja kennslustund, en þó ekki fyrir fleiri kennslustundir en fimm á dag. Þóknun og dagpeningar skulu greiddir eftir á og að lágmarki á tveggja vikna fresti. Gjaldskráin skal endurskoðuð árlega.

Símatímar: Fangar greiða sjálfir fyrir símanotkun. Við komu í fangelsið fær fanginn persónulegt innsláttarnúmer (PIN) sem gefur honum aðgang að símatölvu sem heldur utan um hans símnotkun. Símatímar út eru um helgar frá kl. 10:00 til kl. 21:30. Á virkum dögum kl. 11:30 til 12:30 og frá 15:00 til 21:30 (nema á innhringitímum). Símtöl til fanga eru afgreidd á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 18:00 til 21:30. Þá getur fangi notað síma til að ná í opinbera aðila í samræmi við 36. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 sbr. reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005.

Heimsóknir: Fangi getur fengið eina heimsókn á viku frá nánustu vandamönnum. Þá getur fangi sótt um heimsóknarleyfi fyrir aðra aðila og er það háð samþykki yfirmanna fangelsisins. Fangi þarf að panta tíma fyrir heimsóknir skriflega á þar til gerð eyðublöð. Heimsóknir fara fram milli kl. 13:00 og 16:30 miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Heimsóknir á laugardögum og sunnudögum eru annars vegar kl. 12:30 til 14:30 og hins vegar kl. 15:30 til 17:30. Vakin er athygli á því að gestum er ekki hleypt inn síðustu 30 mín. hvors heimsóknartíma. Heimsókn fer fram í sérstöku heimsóknarherbergi í Húsi-2.

Útivera og tómstundir: Samkvæmt 39. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 á fangi rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Útivistartímar eru alla daga á hinum ýmsu tímum sem auglýstir eru á deildum fangelsisins. Hver fangi hefur heimild til þess að fara einu sinni út í hverjum útivistartíma.

Upplýsingar til fanga við komu í Fangelsið Litla-Hrauni: Við komu í Fangelsið Litla-Hrauni fá fangar afhentan bækling þar sem nánar er fjallað um ofangreind atriði ásamt upplýsingum um hvað framundan er, hvaða búnaður og þjónusta eru til staðar og hvaða eigin búnað hafa megi, húsreglum fangelsisins, sýnishorni af eyðublöðum o.fl. Sjá bækling.

Fangelsið Akureyri

Fangelsið Akureyri, Lokað

 

 

Fangelsið Akureyri var starfrækt í húsnæði lögreglunnar á Akureyri frá árinu 1978. En fangelsinu var lokað á haustmánuðum 2020.

 

Fangelsið Kvíabryggja

Fangelsið Kvíabryggja, 350 Grundarfirði

Sími: 438-6827 / Fax: 438-6992

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
Frá árinu 1954 voru vistaðir á Kvíabryggju menn, sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri. Árið 1963 voru fyrstu refsifangarnir sendir þangað til afplánunar. Fyrst í stað voru þeir vistaðir með meðlagsföngunum en þeim síðarnefndu fækkaði í áranna rás. Aðalfangelsisbyggingin var tekin í notkun 1963, síðan hefur verið byggt við hana. Auk 14 fangaklefa eru þar viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.

Starfsmenn: Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns, Geirmundar Vilhjálmssonar, 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi.

Vinna fanga: Vinnuskálar eru á staðnum og vinna fangar þar ýmis störf sem flest tengjast sjó svo sem að beita línu, fella net og gera við fiskikör. Ógæftir, aflaleysi og kvótaskortur hafa því veruleg áhrif á hversu mikil vinna er í boði á hverjum tíma. Nokkur vinna er við brettasmíði svo og þrif og viðhald húsa og jarðar.

Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005 skal Fangelsismálastofnun setja gjaldskrá um þóknun fyrir vinnu og nám, upphæð dagpeninga fanga og greiðslufyrirkomulag. Þóknun fyrir hverja klukkustund fer eftir eðli starfs. Fangi í námi skal fá þóknun fyrir hverja kennslustund, en þó ekki fyrir fleiri kennslustundir en fimm á dag. Þóknun og dagpeningar skulu greiddir eftir á og að lágmarki á tveggja vikna fresti. Gjaldskráin skal endurskoðuð árlega.

Símatímar: Kortasími er fyrir fanga í fangelsinu og hafa þeir nokkuð frjálsan aðgang til úthringinga.  Innhringingum til fanga er svarað á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 19:00-21:00. Þá getur fangi notað síma til að ná í opinbera aðila í samræmi við 36. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 sbr. reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005.

Heimsóknir:  Heimsóknir nánustu vandamanna eru leyfðar einu sinni í viku.  Fangi getur sótt um heimsóknarleyfi fyrir aðra aðila en nánustu vandamenn á þar til gerðu eyðublaði í fangelsinu.  Eru leyfin háð samþykki yfirmanna fangelsisins. 

Útivera og tómstundir: Samkvæmt 39. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 á fangi rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar.  Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.

Sogn

 

Fangelsið Sogni , 801 Selfossi

Sími: 480-9030 /  / Fax: 480-9031

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

              

Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið og því þurfa fangar sem vistast þar að hegða sér á ábyrgan hátt og bera virðingu fyrir þeim reglum sem þar gilda. Aðbúnaður í fangelsinu er góður. Á Sogni er unnið eftir sérstaki umhverfisstefnu sem fangar taka virkan þátt í.
Gert er ráð fyrir að vista 20 fanga á Sogni. Auk 18 herbergja eru þar viðtalsherbergi, setustofa, eldhús og borðstofa.
Föngum er ætlað að stunda vinnu eða nám og við komu í fangelsið er hverjum og einum gert að skrifa undir samkomulag um vistunina. Fangar sjá sjálfir um eldamennsku, þrif, þvotta og annað er viðkemur almennu húshaldi og er markmiðið m.a. að þjálfa þá í lífsleikni. Þannig er lagður grunnur að því að undirbúa fanga til að koma út í samfélagið að nýju. 

Starfsmenn: Við Fangelsið ð Sogni starfa samtals 8 fangaverðir undir stjórn Einars Vals Oddssonar, varðstjóra. Forstöðumaður er Margrét Frímannsdóttir.

Vinna fanga: Fangar vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur almennu húshaldi. Þar að auki störf er tengjast viðhaldsverkefnum innandyra og snyrtingu útivistarsvæðis, s.s. málningarvinnu á klefum, garðrækt, garðsláttur ofl. Unnið er eftir sérstakri umhverfisstefnu sem fangar taka virkan þátt í. Þá er stefnt að því að fangar fari í sérstök verkefni undir eftirliti fangavarðar.

Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005 skal Fangelsismálastofnun setja gjaldskrá um þóknun fyrir vinnu og nám, upphæð dagpeninga fanga og greiðslufyrirkomulag. Þóknun fyrir hverja klukkustund fer eftir eðli starfs. Fangi í námi skal fá þóknun fyrir hverja kennslustund, en þó ekki fyrir fleiri kennslustundir en fimm á dag. Þóknun og dagpeningar skulu greiddir eftir á og að lágmarki á tveggja vikna fresti. Gjaldskráin skal endurskoðuð árlega.

Símanotkun: Fangar hafa nokkuð frjálsan aðgang að síma. Þá getur fangi notað síma til að ná í opinbera aðila í samræmi við 36. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 sbr. reglugerð um fullnustu refsinga nr. 961/2005.

Heimsóknir: Heimsóknir nánustu vandamanna eru leyfðar um helgar. Fangi getur sótt um heimsóknarleyfi fyrir aðra aðila en nánustu vandamenn á þar til gerðu eyðublaði í fangelsinu. Eru leyfin háð samþykki yfirmanna fangelsisins. 

Útivera og tómstundir: Samkvæmt 39. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 á fangi rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um takmarkað svæði í næsta nágrenni við húsið.

Fleiri Greinar...

  1. Fangelsi á Hólmsheiði

Page 1 of 2