AA samtökin

AA samtökin
 
AA-samtökin á Íslandi voru stofnuð 16. apríl 1954. Á Akureyri hafa þau verið starfandi samfleytt síðan 28. júní 1973, ásamt AlAnon-samtökunum, sem eru samtök aðstandenda vímuefnaneytenda. Þá eru einnig starfandi hér samtökin FBA, sem eru samtök fullorðinna barna alkohólista, svo og samtökin NA sem stendur fyrir Narcotics anonymus. Félagar koma saman til að samhæfa reynslu sína, styrk og vonir og styðja hvern annan til bjartara lífs. Fundir eru haldnir í Strandgötu 21, en að auki hafa AA-samtökin fengið aðstöðu til fundahalda í safnaðarheimilum Glerár- og Akureyrarkirkna. Til að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt; löngun til að hætta að neyta vímugjafa. Enginn er skráður og félagsgjöld eru engin. Nánari upplýsingar um fundatíma er að finna á http://www.aa.is.
 
Þráinn Farestveit
 
 

Fangar og frelsissviptir

Meðferð frelsissviptra manna

Meiginlöggjöf á þessu sviði eru lög um fullnustu refsinga nr. 49 17. maí 2005. Er þar fjallað um stjórn og skipulag fangelsismála, atriði sem varða fangavistina og um réttindi fanga og samfélagsþjónustu.

Á Íslandi eru fimm fangelsi sem vistað geta alls 136 fanga og er þar með talið fangar í afplánun sem og í gæsluvarðhaldi.

Dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn fangelsismála, en Fangelsismálastofnun sér um fullnustu refsinga ásamt því að hafa umsjón með rekstri fangelsa. Fangelsismálastofnun hefur einnig eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, þeim sem dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun, frestun afplánunar eða gegna samfélagsþjónustu.

Við upphaf afplánunar skal afhenda fanga og kynna, á því tungumáli sem hann skilur, samantekt um þær reglur sem um afplánun gilda, um réttindi og skyldur fanga, vinnu og nám sem að föngum stendur til boða, reglur viðkomandi fangelsis, hvaða háttsemi varðar agaviðurlögum, um meðferð slíkra mála, upplýsingar um hvert fangi getur skotið ákvörðunum er varða fullnustu refsingarinnar og upplýsingar um heimild til að beina kvörtunum til umboðsmanns Alþingis, sem og rétt fanga til að hafa samband við lögmann.

 

Lestu áfram..