Fangaverk í krafti Auðar

 

 

Vef­versl­un Fanga­verks opnaði í dag en þar get­ur fólk verslað ým­is­kon­ar vör­ur sem hand­gerðar eru af þeim sem sitja inni í fang­els­um lands­ins. „Þetta er nátt­úr­lega bara stór sig­ur, loks­ins,“ sagði Auður Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri í fang­els­inu á Hólms­heiði, í sam­tali við mbl.is í dag.

Blóma­pott­ar, penn­astand­ar, kerta­stjak­ar og skál­ar eru meðal þess sem hægt er að versla í vef­versl­un Fanga­verks en áður fór sal­an fram á sam­fé­lags­miðlum. Auður seg­ir að það hafi verið mik­il­vægt að koma vef­versl­un­inni í loftið til að ein­falda sölu­ferlið, bæði fyr­ir kaup­end­ur og Fanga­verk. 

Fanga­verk var komið á kopp­inn fyr­ir rúm­lega ári síðan en Auður átti hug­mynd­ina að verk­efn­inu. Í viðtali við mbl.is á síðasta ári sagði hún að áður en verk­efnið fór af stað hafi verk­efni fyr­ir fanga verið ansi stop­ul.

Nú hef­ur hins veg­ar orðið breyt­ing á og næg verk­efni til að sinna á Hólms­heiði, Litla-Hrauni og í Kvía­bryggju. Hægt er að kynna sér vöru­úr­valið í nýrri vef­versl­un Fanga­verks á Fanga­verk.is.

 

 


Sóttvarnaraðgerðir

 

Í ljósi þeirra sóttvarnaraðgerða sem nú hafa verið settar er gripið til róttækra aðgerða í fangelsunum. Þær geta verið afar íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigandi, en aðgerðirnar eru nauðsynlegar og farið í þær til að tryggja öruggi.

Þær aðgerðir sem snúa að föngum og aðstandendum þeirra eru eftirfarandi:

 

  • Allar heimsóknir til fanga verða stöðvaðar um sinn
  • Lokað verður fyrir dagsleyfi, vinnu og nám utan fangelsa og aðrar ferðir fanga úr fangelsi sem ekki eru nauðsynlegar.
  • Lokað verður fyrir heimsóknir frá öðrum stoðþjónustuaðilum en heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og námsráðgjafa. Við munum reyna að nýta okkur fjarfundabúnað eins og hægt er þegar það á við, t.d. í sambandið við AA starf.

 

 


Nýr fangaprestur

 Frú Agnes Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, hef­ur skipað sr. Sigrúnu Óskars­dótt­ur sem fanga­prest þjóðkirkj­unn­ar. Hún er fyrsta kon­an sem gegn­ir því starfi en áður hafa þrír karl­menn sinnt því að því er seg­ir á vef kirkj­unn­ar. Sér­stakt fanga­prest­sembætti var sett á lagg­irn­ar um ára­mót­in 1970. Átta hafi sótt um starfið en skipað er í það til fimm ára.

sr. Sigrúnu Óskars­dótt­ur

Sigrún er fædd í Reykja­vík árið 1965. Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni 1985, guðfræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1991 og síðar sál­gæslu­námi frá Lovisen­instituttet í Ósló. Sigrún var vígð árið 1991 til Laug­ar­nessprestakalls sem aðstoðarprest­ur og leysti af sem sjúkra­húsprest­ur á Land­spít­al­an­um um hríð.

Þá var Sigrún fram­kvæmda­stjóri Æsku­lýðssam­bands kirkj­unn­ar i Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæm­um frá 1994-1995, prest­ur í norsku kirkj­unni 1996-1997 og ráðin síðan sem prest­ur ís­lenska safnaðar­ins í Ósló frá 1997 til 2001. Hún var skipuð prest­ur í Árbæj­ar­sókn í Reykja­vík árið 2001 og lét af þeim störf­um árið 2015. Und­an­far­in ár hef­ur hún verið starfsmaður Útfar­ar­stofu kirkju­g­arðanna.

Vernd fangahjálp óskar Sigrúnu innilega til hamingju með stafið og að samstarf fangahjálparinnar og fangaprests verði innilegt og farsælt eins og verið hefur. 

 


Afstaða hefur hafið birtingar á hlaðvarpsþáttum félagsins



Í þáttunum verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fangelsum. Við ræðum stefnuna í fangelsismálum á víðan hátt og vörpum ljósi á mörg mál sem hafa verið áberandi í umræðunni og veita innsýn í líf fanga á meðan afplánun stendur og eftir afplánun. Við munum fá marga góða gesti sem starfa í málaflokknum eða hafa tengingu við hann á einn eða annan hátt. Þættirnir verða á léttum nótum en munu taka á þeim málum sem brennur á í samfélaginu á hverjum tíma. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Youtube-síðu Afstöðu, á Spotify og Apple Podcast.  Við vonum að allir njóti þessara þátta en biðjum áhugasama um að senda okkur ábendingar eða uppástungur um umræðuefni þáttanna  eða spurningar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tveir þættir eru þegar komnir inn á síðuna og munu nýir þættir birtast vikulega eða oftar.

Smelltu hérna til að fara á YouTube-síðu Afstöðu.

Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Spotify.

Smelltu hérna til að fara á Afstöðu á Apple Podcast.

...

 


Aðalfundur Verndar

 

Aðalfundur Verndar

Aðalfundur Verndar verður haldinn að Laugateigi 19 fimmtudaginn 13 júní.

klukkan 19.15

Dagskrá:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar Verndar
3. Ársreikningar félagsins
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna.

 

Stjórnin

 

 

 


Rekstur fangelsanna komin í fullan gang



Rekstur fangelsiskerfisins er nú kominn í fullan gang eftir áskoranir og vandræði vegna Covid-19 faraldursins. Fangelsin eru komin í nánast fulla nýtingu og hafa aldrei fleiri afplánað fangelsisrefsingu með samfélagsþjónustu en í dag eða 210 einstaklingar. Þegar höft voru hvað mest var nauðsynlegt að skipta stærri fangelsum upp í sóttvarnarhólf sem dró verulega úr nýtingarmöguleikum auk þess sem nánast allir vinnustaðir í samfélagsþjónustu lokuðu eða drógu verulega úr starfsemi. Allt hefur þetta gengið vel og er ástæða til að hrósa starfsfólki, skjólstæðingum og öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg við að reka fullnustukerfið á erfiðum tímum, allt án þess að smit bærist í einstakar einingar kerfisins.
Framundan er að létta enn frekar á höftum sem enn eru til staðar en miðað við litla útbreiðslu veirunnar á landinu er líklegt að á næstunni geti allt fullnustukerfið starfað nánast eins og í venjulegu árferði. Þó er nauðsynlegt að allir haldi vöku sinni og sinni persónubundnum sóttvörnum eins og gert hefur verið með góðum árangri til þessa.


LITLA-HRAUN – SÖGUSÝNING

Í tilefni 90 ára afmælis Fangelsisins á Litla-Hrauni efndi fangelsið og Byggðasafn Árnesinga til sögusýningar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Sýningin opnaði á afmælisdeginum föstudaginn 8. mars kl. 17. Á sýningunni er sögð saga fangelsisins. Þróun á starfsemi Litla Hrauns sem stofnunnar er þar í forgrunni en auk þess er litið inní veröld fangavarða, fanga og samfélagsins í kring. Sýningin er byggð á ýmsum munum frá fangelsinu, ljósmyndum sem til eru og gagnorðum sýningartextum. Myndir frá opnun sýningarinnar fylgja hér með. Það eru rúmlega 90 ár síðan lagt var fram lagafrumvarp á Alþingi með orðalagi þess tíma, þar sem "Landsstjórninni var heimilað að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja góð, til að fangar og slæpingar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum, geti stundað holla og gagnlega vinnu. Úr varð að setja upp letigarðinn í því húsi sem fyrr átti að verða sjúkrahús Sunnlendinga". Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi texti var ritaður og samfélagið tekið miklum breytingum, bæði innan og utan veggja "letigarðsins" sem við köllum nú Fangelsið. Í upphafi voru starfsmenn á Litla-Hrauni þrír, Sigurður Heiðdal forstöðumaður, Zóphanías Jónsson, matráður og Jónas Jónsteinsson fangavörður. Fyrstu fangarnir voru þrír og alls komu 20 fangar fyrsta árið. Nú 90 árum síðar starfa 57 starfsmenn á Litla – Hrauni, auk allra þeirra kennara, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sérfræðinga sem sinna margskonar þjónustu við vistmenn sem geta orðið allt að 87 í senn þegar mest er. Í upphafi var áherslan á vinnu og betrun. Í dag er áherslan á virkni til betrunar. Við hvetjum fanga til að mennta sig og stunda vinnu. Við viljum að þeir taki þátt í meðferðarstarfi og leggjum áherslu á sjálfsumsjón daglegra hluta eins og að fangar sinni eigin matseld sjálfir. Brot þeirra fanga sem sátu inni þá og nú voru gjörólík. Helmingur þeirra fanga sem voru á Litla Hrauni fyrstu 10 árin sátu inni vegna bruggs og áfengislagabrota. Rúmlega þriðjungur fyrir auðgunarbrot, tæp 10 prósent fyrir "leti og óhlýðni". Í dag sitja flestir inni vegna fíkniefna eða fjórðungur, um 20% vegna auðgunarbrota, 15% vegna kynferðisbrota og jafn margir vegna ofbeldisbrota og vegna annarra brota. Enginn situr inni vegna "leti og óhlýðni" þó einhverjir hafi mögulega gerst sekir um hana. Það er áhugavert að skoða sambúð fangelsins við nágranna sína, Eyrbekkinga og Stokkseyringa. Fyrstu áratugina voru fangarnir hluti af daglegu lífi í þorpunum, skautuðu með börnunum á Hópinu, unnu ýmis störf í þorpunum, mjólkupósturinn Gústi Greyskinn ók handvagni sínum gegnum þorpið og færði viðskiptavinum ríkisins sína daglegu mjólk hvernig sem viðraði og aðrir fangar gengu inn og út úr fangelsinu ýmist með leyfi eða án heimildar. Afstaða íbúanna hefur samt heilt yfir verið sú að þeir vilja geta sagt með stolti að það ríki sátt um að þessi starfsemi sé hér og það er mikilvægt. Þessi sátt birtist meðal annars í því að Byggðarsafns Árnesinga og Fangelsið geta unnið saman að uppsetningu sögusýningar. Þrátt fyrir að margir sem búa í nágrenni fangelsisins starfi þar eru einnig fjölmargir sem hafa búið skammt frá alla sína tíð en aldrei komið þangað inn. Með þessari sýningu má segja að reynt sé að ná til þeirra og veita þeim innsýn inn í starfsemina. Þessi langa saga hefur skilið eftir sig ýmsar minjar og minningar. Sumt hefur tekist að varðveita og er nú til sýnis í Byggðasafni Árnesinga í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. þökk sé fyrirhyggju þeirra sem gera sér grein fyrir varðveislugildi hlutanna. Þar koma margir til sögunnar en að öllum öðrum ólöstuðum er ekki hjá því komist að nefna á nafn þann mann sem hefur lagt mest af mörkum við að varðveita og halda á lofti sögu fangelsanna og þá Litla-Hrauns sérstaklega. Sr. Hreinn Hákonarson fangaprestur hefur unnið þrekvirki í því að safna saman munum og gögnum um fangelsið og honumber að þakka sérstaklega fyrir hans framlag. Þessi sýning hefði ekki verið möguleg án hans aðkomu. Fangelsissaga á Íslandi byrjar um svipað leyti og þetta hús sem við erum í var byggt fyrir 250 árum, en Múrinn í Reykjavík, nú stjórnarráðshúsið var byggt um svipað leyti og þar var fyrsta fangelsi íslendinga. Síðar var Hegningarhúsið byggt hundrað árum síðar, árið 1872. Árið 1928 var strax farið að skrifa um aðstæður þar og þær taldar óhentugar. Það þótti því mikil bylting þegar Litla Hraun var tekið í notkun.

 


Geðheilbrigðisteymi fangelsanna

vernd2

Elsa Bára Traustadóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Arndís Vilhjálmsdóttir, Helena Bragadóttir, Þráinn Farestveit

Geðheilbrygðisteymi fangelsana heimsækir Vernd

 

Geðheilbrigðisteymi fangelsanna heimsótti Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri og Bjarni Einarsson forstöðumaður tóku á móti gestum og fóru yfir hlutverk og tilgang þessa fullnustuúrræðis, sem er mikilvægur liður í aðlögun dómþola að samfélaginu á ný. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðslu um úrræði Verndar einnig að gera frekara samstarf mögulegt. Þá var rætt um samfellu fullnustunnar og hvernig koma megi í veg fyrir að tappar myndist í færslum á milli úrræða sem í boði eru. Þá voru starfsmenn Verndar upplýstir um meginn tilgang geðheilbrigðisteymis og markmið. Þá voru fulltrúar Fangelsismálastofninnar einnig á fundinum Brynja Rós Bjarnadóttir, Dögg Hilmarsdóttir og Henríetta Ósk Gunnarsdóttir. Þá var heimili Verndar skoðað.

 

Geð­heilsu­teymi fang­elsa hefur starfað í eitt ár sem stendur og er verkefni sem mun standa í eitt ár til viðbótar reynslu og  er á veg­um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem býð­ur föng­um upp á með­ferð við geð­heil­brigð­is­vanda svo sem ADHD. Með­ferð­in sem boðið er upp á er  fjöl­þætt, boð­ið upp á sam­tals­með­ferð­ir og lyf ef þarf. ADHD-lyf­ hafa í langan tíma verið bönnuð í fangelsum en talið er að draga megi úr endurkomum í fangelsi með notkun þeirra.

Eftir að Alþjóðapyntinganefndin gerði úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum á Íslandi var ljóst að geðheilbrigðisþjónustu var verulega ábótavant. Í framhaldinu var farið í hugmyndavinnu og geðheilsuteymi fangelsanna sett á stofn á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem veita þjónustu í öllum fjórum fangelsunum; Hólmsheiði, Litla-Hrauni, Sogni og Kvíabryggju. 

 


Börn sem ættu að vera á sjúkrahúsi

„Við þurf­um að vita hvað við erum að gera vel til að vita hvað við þurf­um að gera bet­ur,“ sagði Hall­dór Hauks­son, sviðsstjóri meðferðar- og fóst­ur­sviðs Barna­vernd­ar­stofu, á opn­um fundi SÁÁ-klúbbs­ins um vímu­efna­vanda unga fólks­ins sem fram fór í gær­kvöldi.

Fjöldi manns sótti fund­inn, en auk Hall­dórs fór þar með fram­sögu Val­gerður Rún­ars­dótt­ir, for­stjóri sjúkra­húss­ins Vogs, áður en þau tóku svo bæði þátt í pall­borðsum­ræðum.

Í fram­sögu sinni sagði Hall­dór mik­il­vægt að horfa á styrk­leika þeirr­ar þjón­ustu og úrræða sem Barna­vernd­ar­stofa hef­ur yfir að ráða, og byggja ofan á, í stað þess að segja að allt sé ónýtt og að byggja þurfi þjón­ust­una upp að nýju. Einn af helstu styrk­leik­um þjón­ust­unn­ar sagði hann vera fjöl­kerfameðferðina, eða MST, sem fram fer á heim­ili þess sem á þarf að halda til þess að yf­ir­færsla fari fram sam­hliða. 600 fjöl­skyld­ur hafa nýtt sér meðferðina á síðastliðnum tíu árum og af henni hlýst góður ár­ang­ur, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

 

 

 


Neyðarstig

Fangelsismálastofnun ríkisins

 

Í ljósi þess að Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar þá virkjast einnig neyðarstig viðbragðsáætlunar fangelsanna

 

Á neyðarstigi er gripið til róttækra aðgerða í fangelsunum sem eru afar íþyngjandi fyrir alla hlutaðeigandi, en aðgerðirnar eru nauðsynlegar og farið í þær til að tryggja öruggan rekstur fangelsanna.

Þær aðgerðir sem snúa að föngum og aðstandendum þeirra eru eftirfarandi:
Allar heimsóknir til fanga eru felldar niður að svo stöddu. Daglega er það endurskoðað hvort það ástand varir áfram.
Allar aðrar gestakomur hvort sem það eru AA menn, sponsorar, námskeiðshaldarar, skemmtikraftar eða annað sambærilegt er stopp þar til annað er ákveðið.
Fyrirhuguðum dagsleyfum og skammtímaleyfum fanga er nú þegar frestað.
Fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa nema í ítrustu neyð.

Daglega endurskoðar yfirstjórn Fangelsismálastofnunar þessar aðgerðir og metur það hvort tilefni sé til að grípa til frekari aðgerða eða hvort unnt sé að aflétta einhverjum þeirra.


Sigríður Á. Andersen, Dómsmálaráðherra, heimsótti Vernd

Sigríður Á. Andersen, Dómsmálaráðherra, heimsótti í dag Vernd fangahjálp að Laugateig 19 ásamt starfsfólki ráðuneytis Dómsmála. Í upphafi heimsóknarinnar var farið yfir hlutverk og sögu Verndar en á þessum tímamótum eru 60 ár frá því að Þóra Einarsdótti viðraði fyrst þá hugmynd að stofnun íslenskrar fangahjálpar. Þóra hafði þá fengið að kynnast sambærilegum samtökum þegar hún hafði stundað nám í Kofoed-skólanum í Kaupmannahöfn en hann var líknarstofnun sem lagði sig fram um að hjálpa útigangsfólki og þeim er minna máttu sín. Þóra hafði líka kynnst dönskum samtökum sem aðstoðu fanga og fjölskyldur þeirra. Þessi danska fangahjálp bar nafnið Det danske forsorgsselskab. Fanghjálpin danska vann í nánum tengslum við yfirvöld og einstaklinga en voru frjáls félagasamtök. Allar götur síðan hefur hugmyndafræði Verndar verið sú að samtökin skyldu aðstoða hvern þann, sem tekið hefði út refsingu eftir dómi. Honum skyldi hjálpað yfir byrjunarörðugleikana svo hann gæti aftur unnið traust samfélagsins. Þá skyldi reynt að útvega honum húsnæði og vinnu og hvetja til sjálfshjálpar. Farið var yfir mikilvægi starfseminnar, forvarnagildi og mikilvægi þess að einstaklingar sem hljóta óskilorðsbundna dóma njóti samfellu í úttekt dóma. Það hljóti alltaf að vera vilji samfélagsins að árangur sé sýnilegur af starfsemi sem þessari og einstaklingurinn komi betri út í samfélagið eftir slíka vistun.

Að þessu tilefni var nýr samningur undirritaður á milli Verndar og Fangelsismálastofnunar en samningurinn hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma og mættu starfsfólk Fangelsismálastofnunnar, stjórnarmenn Verndar og starfsfólk. Þess bera að geta að Sigríður Á. Andersen Dómsmálaráðherra lét það verða eitt af sýnum fyrstu embættisverkum að koma á samkomulagi á milli Verndar og Fangelsismálastofnunnar varðandi þann samning sem nú hefur verið undirritaður. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar ræddi um mikilvægi Verndar og benti á að Vernd skipti sköpum í öllu ferli afplánunnar og að samstarf Verndar og Fangelsimalastofnunnar hefði alltaf verið mjög gott. Ráðherran benti á mikilvægi samtaka á borð við Vernd þau væru afar mikilvæg í öllum stoðum samfélagsins og það bæri að hlúa að slíkum samtökum því án þeirra væri ekki hægt ná sama árangri.

Fyrir hönd okkar á Vernd þökkum við ráðherra og öðrum gestum kærlega fyrir heimsóknina og gagnlegt samtal um fangelsismál og mikilvægi afplánunar utan fangelsa. Það er mikilvægt fyrir samtökin að skynja þann áhuga og skilning sem ráðherra sýndi okkur með heimsókn sinni á Vernd og aðkomu að nýjum samningi. Samtökin óska Sigríður Á. Andersen velfarnaðar í embætti og hlökkum til nánara samstarfs á komandi árum.

Á mynd: Ragna Bjarnadóttir, Haukur Guðmundsson, Páll Winkel, Sigríður Á. Andersen, Elsa Dóra Grétarsdóttir, Þráinn Farestveit.

 


Afstaða 15 ára

 

Mikilvæg Afstaða til fimmtán ára

Fimmtán ár eru í dag síðan hópur fanga á Litla-Hrauni tók sig saman og stofnaði félagið Afstöðu á grundvelli heimildar í lögum þess efnis að fangar geti kosið sér talsmenn til að vinna að málefnum fanga og koma fram fyrir þeirra hönd. Afstaða hefur frá upphafi sinnt því grunnhlutverki afalúð en á liðnum árum hefur orðið mikil útvíkkun á umfangi starfseminnar og verkefnum samhliða fjölgað gríðarlega.

Guðmundur Ingi Þóroddson formaður Afstöðu

Árangurinn af starfinu er ótvíræður og sýnir sig kannski best í auknu og nánu samstarfi með fangelsismálayfirvöldum, sveitarfélögum og ráðuneytum. Pyntinganefnd Evrópuráðsins fundaði með Afstöðu í fyrravor og sögðu nefndarmenn að félagið væri einstakt, allavega í Evrópu ef ekki á heimsvísu. Það að fangar hafi myndað félag sem hafi raunverulegt vægi í stjórnkerfinu sætir því tíðindum og komust ábendingar Afstöðu inn í skýrslu pyntinganefndarinnar sem skilað var til stjórnvalda.

Umræddur fundur er aðeins lítið dæmi af þeim fjölmörgu verkefnum sem Afstaða tókst á hendur í fyrra en sjálfboðaliðar félagsins standa í ströngu alla daga. Laust á litið leituðu nærri 800 einstaklingar til félagsins á árinu 2019 og úrlausnarefnin voru margvísleg. Í seinni tíð eru það nefnilega ekki eingöngu fangar sem leita til Afstöðu heldur ekki síður aðstandendur, tilvonandi og fyrrverandi fangar. Velferðarmálin eru ofarlega á baugi og sýnir sig kannski helst í því að bæði velferðarnefnd Reykjavíkurborgar og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hafa nýverið ákveðið að styrkja Afstöðu til áframhaldandi góðra verka í málaflokknum.

Því skal haldið til haga að á fimmtán ára starfstíma Afstöðu er þetta fyrsti styrkurinn sem ráðuneyti veitir félaginu, þrátt fyrir fögur fyrirheit frá þeim fleirum. Jafnframt hafa önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg hafnað styrkbeiðnum, þrátt fyrir að félagið veiti íbúum þess nauðsynlega aðstoð. Afstaða horfir björtum augum á framtíðina og markmiðið er að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Enn óskar félagið þess að komast á fjárlög enda væri þá hægt að renna styrkari stoðum undir reksturinn og koma sérfræðingum, félagsfræðingum og sálfræðingum í hlutastörf en sem stendur kaupir Afstaða slíka þjónustu dýrum dómum.

Á meðal þeirra mála sem eru í forgrunni á afmælisárinu má nefna atvinnuþátttöku fyrrverandi fanga og húsnæðismál. Afstaða hefur átt fundi með yfirvöldum og einkaaðilum vegna þessara mála og horfir vonandi til betri tíðar í málaflokkunum. Þá stefnir félagið á að auka enn samskipti við félagsþjónustur sveitarfélaganna og efla tengsl við sérfræðinga á sviði fangelsismála og heilbrigðis- og velferðarmála. Afstaða hefur á undanförnum árum fest sig í sessi og sinnir mikilvægu starfi. Þess vegna vonumst við til þess að mæta meiri velvilja hjá hinu opinbera þegar kemur að fjárveitingum til starfseminnar.

Vernd tekur undir það að Afstaða hafi á undanförnum árum látið til sín taka og oft á tíðum hefur Afstaða hreyft við viðhorfum hins opinbera og almennings til málefna fanga að eftir því hefur verið tekið. Vernd fangahjálp hefur átt náið og farsælt samstarf við Afstöðu og óskar samtökunum til hamingju með 15 ára starfsafmælið

 

Þráinn Farestveit

Framkvæmdarstjóri