Athugasemdir Fangelsismálastofnunar
Athugasemdir Fangelsismálastofnunar við framkomna tillögu starfsmanna Fangelsisins Litla-Hrauni um breytingar á áður samþykktum tillögum stofnunarinnar um uppbyggingu fangelsa
Við opnun Kvíabryggju þann 3. október síðastliðinn gat dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, þess að þar með lyki fyrsta áfanga dómsmálaráðuneytis og Fangelsismálastofnunar um endurnýjun og nýbyggingar fangelsa í landinu. Annar áfangi væri að endurbyggja fangelsið á Akureyri en framkvæmdum þar lýkur um áramótin. Þriðji áfangi fælist í verulegum endurbótum á Litla-Hrauni svo sem með því að reisa aðkomu- og heimsóknarhús, deild fyrir konur, sérdeild fyrir fanga sem geta búið við opnari aðstæður auk annarra endurbóta. Í fjórða lagi ætti að reisa nýtt fangelsi með 64 klefum á höfuðborgarsvæðinu.