Fangelsismálastofnun Ríkisins


Fangelsismálastofnun hefur aðsetur á annari hæð í húsnæði að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi.

Sími : 520 5000 - Fax : 520 50195
 
 
 
 
 
 
Hlutverk Fangelsismálastofnunar ríkisins er

Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.


Hafa umsjón með rekstri fangelsa.


Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar.
Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta. Stefna og markmið

Tilgangur með rekstri fangelsa er að fullnusta refsidóma samkvæmt efni þeirra þannig að dæmdir menn taki út þá refsingu sem þeim hefur verið ákvörðuð í dómi. Fangelsismálastofnun telur að það sé meginmarkmið með fangelsun að hún fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt og tilætluð sérstök og almenn varnaðaráhrif fangelsisvistarinnar séu virt.

Að lokinni refsivist snýr fangi aftur út í samfélagið og því er þjóðfélagslega hagkvæmt að draga úr líkum á endurkomu hans í fangelsi vegna nýrra afbrota. Fangelsismálastofnun telur mikilvægt að sett verði þau markmið að föngum verði tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti verði höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi verði aðstæður og umhverfi sem hvetur fanga til að takast á við vandamál sín. Til að ná fram þessum markmiðum þarf að setja fram einstaklingsmiðaða áætlun um framvindu afplánunarferils sérhvers fanga í upphafi refsivistar. Áætlun þessi fæli í sér þætti eins og áhættumat, meðferðarþörf, mat á getu til náms og/eða vinnu, sálfræðilegan, félagslegan og annan stuðning. Eftir þessari áætlun yrði síðan unnið með viðkomandi fanga á afplánunartímanum af menntuðu og þjálfuðu starfsfólki og áætlunin endurskoðuð reglulega. Þegar kemur að lokum afplánunar viðkomandi yrði stuðlað að því, í samvinnu við fangann, að hann ætti fastan samastað, hefði góð tengsl við fjölskyldu og/eða vini, kynni að leita sér aðstoðar og næði að fóta sig í samfélaginu.

Sjá nánar um stefnu og markmið Fangelsismálastofnunar

Uppbygging fangelsa

Í kjölfar skýrslu um markmið og framtíðaruppbyggingu fangelsa óskaði dómsmálaráðherra eftir því að Fangelsismálastofnun útfærði hugmyndir sínar nánar. Í lok janúar var ráðuneytinu send skýrsla um uppbyggingu fangelsa ríkisins. Sjá nánar.

Framkvæmdaáætlun varðandi uppbyggingu fangelsanna

Hinn 14. mars 2005 var dóms- og kirkjumálaráðuneytinu send skýrsla um framkvæmdaáætlun varðandi uppbyggingu fangelsanna.

Skýrslan var unnin á grundvelli skýrslna stofnunarinnar frá 12. október 2004 og 26. janúar 2005 um markmið í fangelsismálum og framtíðaruppbyggingu fangelsanna í samvinnu við dóms- og kirkjumálaráðuneytið með það að markmiði að átta sig á umfangi og kostnaði. Sjá nánar.

Bygging nýs fangelsis í Reykjavík, saga sem vonandi sér brátt fyrir endann á

Byggingarsaga nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu er orðin 45 ára gömul og vonandi sér brátt fyrir endann á henni. Samkvæmt áætlun Fangelsismálastofnunar á að ljúka við byggingu nýs fangelsis í árslok 2009. Þar með lýkur heildaruppbyggingu fangelsanna. Sjá nánar.

- - - - -

Reifanir á málum er varða fangelsismálefni

Eftir gildistöku laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga: Reifanir á málum er varða fangelsismálefni, alls 17 mál, sem umboðsmaður Alþingis tók til skoðunar og lauk með áliti eða bréfi eftir gildistöku laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga. Tímabil frá því lögin tóku gildi 1. júlí 2005 fram til 31. janúar 2013. Sjá nánar.

Fyrir gildistöku laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga: Reifanir á málum er varða fangelsismálefni, alls 32 mál, sem umboðsmaður Alþingis tók til skoðunar og lauk með áliti eða bréfi. Tímabilið er frá 1. janúar 2000 þar til lög nr. 49/2005 um fullnustu refsinga tóku gildi 1. júlí 2005. Sjá nánar.

Forstöðumannafundur í boði dómsmálaráðherra
Hinn 27. janúar 2005 bauð dóms- og kirkjumálaráðherra forstöðumönnun undirstofnana ráðuneytisins til fundar að Hótel Nordica. Forstjóri Fangelsismálastofnunar var meðal þeirra sem höfðu framsögu á fundinum. Kynnti hann vinnu við stefnumótun sem fram hefur farið innan stofnunarinnar. Sjá nánar.

Einelti í fangelsum


Fangelsismálastjóri hefur beitt sér gegn einelti í fangelsum. Af því tilefni ritaði forstjóri bréf til allra fanga þar sem varað er við hvers kyns einelti og fangar hvattir til að láta af slíkri háttsemi. Jafnframt voru settar reglur um þetta atriði. Sjá nánar bréf til fanga og reglur.

Lög og reglugerðir