„Það er ekki hægt að flýja þessa stráka"

Kristjana Guðbrandsdóttir kom í heimsókn á Vernd í gær, ræddi þar við heimilismenn og starfsfólk. Hér er frétt um sama mál í DV.

Rætt við tvo fyrrverandi fanga sem hafa náð tökum á fíkn sinni

Ég óska engum að vera á þeim stað sem ég var," segir fyrrverandi fangi á Litla-Hrauni sem fékk góðan bata á meðferðargangi fangelsins. Jón Ingi Jónsson meðferðarfulltrúi á ganginum segir alla þá sem rata af leið eiga von. „Í neyslu slokknar á tilfinningum og það tekur stundum langan tíma fyrir strákana að finna aftur til. En þegar það gerist þá er von."
Blaðamaður DV ræddi við tvo fyrrverandi fanga sem hefur tekist að snúa við blaðinu.

Hér að neðan er gripið í umfjöllunina þar sem annar þeirra er spurður hvort honum hafi fundist erfitt að tala um tilfinningar sínar í meðferðinni. Áskrifendur DV.is geta smellt á meira.

„Já. Það var erfitt. Til að byrja með þá laug ég þegar ég vildi flýja sjálfa mig. Flóttaviðbragðið er sterkt. En það er ekki hægt að flýja þessa stráka. Við erum þarna allir fastir saman og þekkjum lygar hvers annars út í gegn. Auðvitað – því þær eru allar eins. Það verður því fljótt leiðinlegt. Um leið og maður fer að segja satt, þá fer að vakna eitthvað nýtt til lífsins. Satt best að segja þá er þetta nýja svo áhugavert að mann langar að halda áfram. Vonandi ekki fíkn," segir hann og hlær. „Enn önnur fíknin kannski bara." Hann segist nota hugtakið að vera á leiðinni heim. Ég lærði þetta á Vernd, áfangaheimili. Þar fékk ég mikla og góða hjálp. Kom mér í rútínu sem hafði góð áhrif á mig. Alla sem hafa brotið af sér, hvort sem það eru börn eða fullorðnir, langar bara aftur heim."