Nemendur í afbrotafræði við Háskólan í Reykjavík heimsóttu fangahjálpina Vernd í dag. Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri og Hreinn Hákonarson fangaprestur tóku á móti nemendum og fræddu þá um hlutverk og tilgang þessa fullnustuúrræðis, sem er mikilvægur liður í aðlögun fanga að samfélaginu á ný. Tilgangur heimsóknarinnar var upplýsa og miðla fræðsla um úrræði Verndar.  Farið var yfir sögu Verndar og hugmyndafræði. Nemendurnir voru áhugasamir um stöðu Verndar og þeirra sem sækja um vistun í úrræði Verndar. Margt bar á góma meðal annars hvað væri til ráða og spurningar um það hvað helst einkenni þann stóra hóp sem kemur í gegnum úrræðið. Þá var heimili Verndar skoðað.