Fundur um samvinnu Almannavarna og fangelsisyfirvalda vegna jarðskjálftans 29. maí 2008 var haldinn á Litla-Hrauni sl. miðvikudag. Jafnframt var í gær haldinn fundur með aðstoðarmönnum dóms- og menntamála um ýmis málefni m.a. afleiðingar jarðskjálftans, menntunarmál fanga, stöðu geðsjúkra sakhæfra fanga o.fl.
 
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi fundaði á Litla-Hrauni sl. miðvikudag ásamt fulltrúum fangelsisyfirvalda. Fundurinn var haldinn að beiðni forstjóra Fangelsismálastofnunar en fundarefnið var samvinna Almannavarna og fangelsisyfirvalda vegna jarðskjálftans 29. maí sl. Fundinn sátu forstjóri Fangelsismálastofnunar, Páll E. Winkel, Halldór Valur Pálsson, fulltrúi Fangelsismálastofnunnar, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, auk Margrétar Frímannsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns og Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra.

Heimsókn adstodarmanna dóms- og menntamalaradherra á Litla-Hraun 26. juni 2008. Þá var jafnframt haldinn fundur á Litla-Hrauni í gær þar sem mættu Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, Erlendur S. Baldursson aðstoðarmaður forstjóra Fangelsismálastofnunar, Þórir Hrafnsson aðstoðarmaður dómsmála-ráðherra, Skúli Gunnsteinsson lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, Arna Hauksdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Örlygur Karlsson, skólastjóri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns. Gestir skoðuðu fangelsið og að því loknu var fundað um öryggismál, menntunarmál, stöðu geðsjúkra sakhæfra fanga, afleiðingar jarðskjálftans og önnur málefni fangelsiskerfisins