Jóna Gróa Sig­urðardótt­ir fyrrverandi formaður og fram­kvæmda­stjóri fanga­hjálp­ar­inn­ar Vernd­ar er látin. Hún lést fimmtu­dag­inn 17. sept­em­ber s.l. á Land­spít­al­an­um eft­ir skamma sjúkra­hús­legu. Jóna Gróa var formaður og fram­kvæmda­stjóri fanga­hjálp­ar­inn­ar Vernd­ar 1982-1989,  var hún kjörin heiðursformaður Verndar 1989.

Jóna Gróa var starfandi formaður og framkvæmdarstjóri Verndar á miklum umbrotatímum en stóð sem klettur í hafi á þessum tímum og varði stöðu fanga og rétt þeirra til búsetu. Árið 1985 var Jóna Gróa fremst í fylkingu þegar Vernd fór út í kaup á nýrri fasteign að Laugarteig 19 í Reykjavík. Það húsnæði hefur verið hjarta samtakanna allt frá þeim tíma, en frá árinu 1994 hafa fang­ar átt kost á að ljúka afplánun á áfangaheimilinu.

Jóna Gróa var fædd 18. mars 1935, dótt­ir hjón­anna Ing­unn­ar Sig­ríðar Elísa­bet­ar Ólaf­ar Jóns­dótt­ur og Sig­urðar Guðmunds­son­ar. Jóna Gróa var gift Guðmundi Jóns­syni, vél­fræðingi sem lif­ir eig­in­konu sína.

Jóna Gróa starfaði vel og lengi að ýms­um fé­lags­mál­um og tók virk­an þátt í stjórn­mál­um. Hún var í borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins frá ár­inu 1982 til 2002.

Börn Jónu Gróu og Guðmund­ar eru Ing­unn Guðlaug flugrekstr­ar­fræðing­ur, Sig­urður, lögmaður og bóndi, Helga, viðskipta­fræðing­ur og flug­freyja, og Auður, viðskipta­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri markaðsdeild­ar VÍS. Guðmund­ur á einnig son­inn Ívar, jarðfræðing og bóka­út­gef­anda.

 

Vernd vottar aðstandendum dýpstu samúð.

 

Þráinn Farestveit